Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 19:14 Alexander Petersson skorar eitt af sex mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12) EM 2020 í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12)
EM 2020 í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira