Booker dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 16:19 Booker náði ekki inn í sjónvarpskappræður demókrata og hefur ákveðið að draga sig í hlé. Vísir/EPA Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21