Sendu út viðvörun um kjarnorkuslys fyrir mistök Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 10:14 Skokkari við Ontario-vatn með Pickering-kjarnorkuverið í baksýn. Til stóð að taka verið úr notkun í ár en því hefur verið frestað til 2024. AP/Frank Gunn Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press Kanada Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira