Rafbíalframleiðandinn Tesla hóf formlega innreið sína á íslenska markaðinn í fyrra. Þá hóf fyrirtækið einnig að bjóða aðgang að ofurhleðslustöð við Krókháls, þar sem sýningarsalur framleiðandans er.
Samkvæmt heimasíðu Telsa ætlar félagið sér að opna ofurhleðslustöð á Akureyri og Egilsstöðum fyrir árslok 2020.

Alls eru 1804 staðsetningar með samtals 15.911 ofurhleðslustöðvum í heiminum.
Hámarkshleðslan er 120 kW og það skilar um 270 kílómetra drægni eftir um 30 mínútur í hleðslu.
Áætlanir Tesla snúa að því að gera hringveginn Tesla-færan því á heimasíðu framleiðandans má sjá að auk Akureyrar og Egilsstaða eru áætlanir um að setja upp stöðvar við Staðarskála og á Kirkjubæjarklaustri. Engar tímasetningar eru þó á þeim stöðum.
Það eru þó um 450 kílómetrar á milli Egilsstaða og Kirkjubæjarklaustur sem þýðir að Telsa ökumaður þarf að hlaða aðeins meira en hálftíma til að komast alla leið.