Portúgal skellti Frökkum og Austurríki byrjar vel á heimavelli | Úrslit dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2020 18:59 Úr leiknum í kvöld. vísir/getty Portúgal gerði sér lítið fyrir og skellti Frökkum, 28-25, í fyrsta leik D-riðilsins á EM í handbolta en riðillin fer fram í Þrándheimi í Noregi. Í riðlinum eru einnig Norðmenn og Bosnía og Hersegóvína en þau mætast í kvöld. Flestir bjuggust við því að margfaldir meistarar Frakka myndu eiga auðvelt verkefni fyrir höndum en svo var alls ekki. Er um tíu mínútur voru eftir leiddu Portúgalar með þremur mörkum, 22-19, en þá skoruðu Frakkarnir þrjú mörk í röð. Portúgalar tóku þá leikhlé og náðu vopnum sínum á ný. Frakkarnir fengu tvær brottvísanir á lokamínútunum og Portúgalarnir hirtu stigin tvö með 28-25 sigri. RESULT: What a performance by @AndebolPortugal ! Showing immense belief in themselves, they beat @FRAHandball 28:25 in Trondheim. #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/GAZehNul3M— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2020 Dika Mem var markahæstur í liði Frakka með fimm mörk en Diogo Branquinho var markahæstur hjá Portúgal, einnig með fimm mörk. Austurríki vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 32-29, en Tékkarnir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. FULL-TIME: The crowd in Vienna go wild as @HandballAustria beat #CzechRepublic 32:29!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4v2T8yV9wH— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2020 Norður-Makedónía og Úkraína eru einnig í B-riðlinum. Slóvenía vann svo þriggja marka sigur á Pólverjum í F-riðlinum en lokatölur urðu 26-23 eftir að Slóvenar voru 13-11 yfir í hálfleik. Borut Mackovsek og Blaz Blagotinsek voru markahæstir í liði Slóvena með fimm mörk en Arkadiusz Moryto skoraði átta fyrir Pólverja. Sviss og Svíþjóð eru einnig í F-riðlinum sem fer fram í Stokkhólmi.Úrslit dagsins: Tékkland - Austurríki 29-23 Frakkland - Portúgal 25-28 Slóvenía - Pólland 26-23 EM 2020 í handbolta Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Portúgal gerði sér lítið fyrir og skellti Frökkum, 28-25, í fyrsta leik D-riðilsins á EM í handbolta en riðillin fer fram í Þrándheimi í Noregi. Í riðlinum eru einnig Norðmenn og Bosnía og Hersegóvína en þau mætast í kvöld. Flestir bjuggust við því að margfaldir meistarar Frakka myndu eiga auðvelt verkefni fyrir höndum en svo var alls ekki. Er um tíu mínútur voru eftir leiddu Portúgalar með þremur mörkum, 22-19, en þá skoruðu Frakkarnir þrjú mörk í röð. Portúgalar tóku þá leikhlé og náðu vopnum sínum á ný. Frakkarnir fengu tvær brottvísanir á lokamínútunum og Portúgalarnir hirtu stigin tvö með 28-25 sigri. RESULT: What a performance by @AndebolPortugal ! Showing immense belief in themselves, they beat @FRAHandball 28:25 in Trondheim. #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/GAZehNul3M— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2020 Dika Mem var markahæstur í liði Frakka með fimm mörk en Diogo Branquinho var markahæstur hjá Portúgal, einnig með fimm mörk. Austurríki vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 32-29, en Tékkarnir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. FULL-TIME: The crowd in Vienna go wild as @HandballAustria beat #CzechRepublic 32:29!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/4v2T8yV9wH— EHF EURO (@EHFEURO) January 10, 2020 Norður-Makedónía og Úkraína eru einnig í B-riðlinum. Slóvenía vann svo þriggja marka sigur á Pólverjum í F-riðlinum en lokatölur urðu 26-23 eftir að Slóvenar voru 13-11 yfir í hálfleik. Borut Mackovsek og Blaz Blagotinsek voru markahæstir í liði Slóvena með fimm mörk en Arkadiusz Moryto skoraði átta fyrir Pólverja. Sviss og Svíþjóð eru einnig í F-riðlinum sem fer fram í Stokkhólmi.Úrslit dagsins: Tékkland - Austurríki 29-23 Frakkland - Portúgal 25-28 Slóvenía - Pólland 26-23
EM 2020 í handbolta Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira