Starfar á landamærum lífs og dauða Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 07:00 Vigfús Bjarni þarf í starfi sínu að takast á við dauðann og sorgina á hverjum degi, hvort sem það er að ræða við þann sem er að kveðja þennan heim eða aðstoða aðstandendur við að takast á við það sem koma skal. Vísir/Vilhelm Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. Þegar hann lítur til baka segir hann það ekki vera tilviljun að hann hafi endað í þessu starfi og leiðin hafi alltaf legið þangað. Það sé þó ekki alltaf auðvelt að aðskilja starfið frá hinu daglega lífi.Vigfús Bjarni er fyrsti viðmælandi í hlaðvarpsþáttunum Missir þar sem rætt verður við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Vigfús Bjarni Albertsson „Þetta er skrýtið starf, það segir sig sjálft. Alveg eins og mörg önnur störf eru það. Það er eitt sem er mjög gott við þetta starf og það er að þú ert mjög sjaldan í neikvæðum og erfiðum samskiptum við fólk,“ segir Vigfús sem segir margt gott fylgja starfinu þó það geti oft á tíðum verið erfitt. „Það hafa oft komið þær stundir að maður á erfitt með að gera þennan aðskilnað, stundum ekki. Stundum er þetta starf eflandi fyrir mann, maður þroskast af því líka og stundum orðið aðeins skárri manneskja við það að kynnast fólki – og mjög oft meira að segja.“ Hann segir starfið hafa fært sér aukna trú á fólki almennt og hann trúi því að fólk sé alla jafna gott fólk. Lífið geti verið skrykkjótt og það hafi mismikil áhrif á persónu fólks en þegar öllu sé á botninn hvolft séu allir bara að reyna að taka einn dag í einu. „Ég held að allir séu að gera sitt besta.“ Sjúkrahúsprestur getur ekki verið bundinn af trúarbrögðum Starf sjúkrahússprestsins felst að mestu leyti í því að vera í viðtölum við fólk að sögn Vigfúsar. Í sínu starfi þarf hann oft að ganga inn í erfiðar aðstæður og ræða við fjölskyldur, fólk sem er að missa maka sinn og jafnvel sjúklingana sjálfa. Að hans sögn er hlutverk hans þó fyrst og fremst að vera til staðar fyrir fólk á erfiðum tímum og vera jafnvægi í þeirri ringulreið sem fylgir dauðsföllum. „Það er líka oft þannig að þegar fólk verður fyrir erfiðum lífsreynslum að þá rifjast mörg önnur mál upp. Það er svolítið merkilegt með mannshugann að í erfiðu áfalli þá leitar hann oft í gömul og erfið áföll, það rennur oft saman. Stundum vill fólk fá að hugsa upphátt og þarf kannski að taka erfiðar ákvarðanir um framtíð sína. [Það] þarf hugsanlega að takast á við það að halda áfram með meðferð, hvað er skynsamlegt í því; á ég að velja lífslengd eða lífsgæði?“ Það er svolítið merkilegt með mannshugann að í erfiðu áfalli þá leitar hann oft í gömul og erfið áföll, það rennur oft saman, segir Vigfús.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvers vegna prestur, sem sé svo nátengdur ákveðinni trú, sé settur í þetta hlutverk segist hann ekki einungis vera prestur í starfi sínu. Sá sem sinnir þessu starfi þurfi frekari menntun í sorgar- og áfallavinnu og í raun geti hann ekki starfað á trúarlegum forsendum í sínu starfi. „Sjúkrahússprestur getur ekki verið mjög bundinn af trú eða trúarbrögðum, það er ekki hluti af okkar vinnu. Þarna kemur fólk úr öllum áttum og við komum að því úr öllum áttum,“ segir Vigfús en segir þó að það sé ekki svo óeðlilegt að prestur sé í þessu starfi. „Þú ert að vinna með þrjár megintengingar mannsins: Tenginguna við sjálfan þig, annað fólk og líka tilgang og æðri mátt, hvernig sem við skilgreinum það.“ Þó það fylgi starfinu að reyna mæta þeim spurningum sem brenna á fólki á erfiðum stundum segist Vigfús ekki hafa svarið við þeim. Hann geti þó eftir bestu getu reynt að leiðbeina fólki í gegnum þær hugsanir, gefið þeim svigrúm til þess að takast á við þær og mögulega komast að þeirri niðurstöðu sem hentar hverjum og einum. „Bara þessi tilvistarspurning: Hvers vegna hendir eitthvað mig? Það er tilvistarleg spurning. Ég væri algjörlega óhæfur í mínu starfi ef ég myndi geta gengið inn í aðstæður og sagt: Ég veit út af hverju eitthvað hendir þig, en ég get tekið þátt í því og þorað að taka glímuna með viðkomandi manneskju.“ Íslendingar sérstaklega miklir „eftirlífstrúendur“ Það eru líklega fáir sem hafa jafn mikla innsýn í hugarheim þeirra sem horfa fram á það að kveðja þessa jarðvist og Vigfús. Hann segir marga nýta þann tíma sem eftir er til þess að gera upp ýmislegt í sínu lífi, á meðan aðrir forðist það að horfast í augu við það sem er yfirvofandi. Það hvernig fólk kjósi að takast á við þær aðstæður geti haft mikil áhrif á hversu þungbært ferlið er aðstandendum. „Sumir nota þennan tíma alveg gríðarlega vel til þess að gera upp líf og tilveru og hjálpa sínum aðstandendum alveg óhemju mikið, og ég sé engan mun á kynjum eða aldri. Sumir velja því miður að ræða málin ekki neitt og eru skelfingu lostnir.“ Hann segir ýmsar spurningar brenna á fólki sem það beini frekar til hans heldur en til aðstandendanna og vangaveltur um eftirlífið séu þar engin undantekning. „Fólk er mikið að pæla í þessu. Íslendingar eru alveg sér á báti í Evrópu, þeir eru svo miklir eftirlífstrúendur. Við trúum alveg ótrúlega mikið á eftirlífið og það er algjörlega óháð aldri og menntun og reynslu,“ segir Vigfús og telur margt spila þar inn í. „Ég held að þessar skemmtilegu og fallegu merkingarmiklu sögur um álfa og tröll, ég held að þetta sé afleiðing af þjóðarsálinni og eftirlífið er ákveðin afleiðing. Svo mætir þessu einhver reynsluheimur. Maður heyrir oft að fólk finnst það oft hafa mikla reynslu af því að það sé eitthvað líf eftir þetta líf.“ „Sumir segja að hugsanlega sé fólk bara að búa sér til einhvern veruleika til þess að gera lífið léttbærara, en kannski er þetta bara raunveruleg reynsla þessa fólks. Það er fullt af fólki sem finnst það hafa mjög raunverulega reynslu af því að líf taki við af þessu lífi, og aldrei myndi ég ógilda það.“ „Eitt orkufrekasta ferli sem mannskepnan getur upplifað á ævinni“ Það er kunnuglegt stef að heyra því fleygt að það sem ekki drepur okkur, styrkir okkur. Að erfið reynsla leiði til þess að fólk komi út úr því sterkara þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta orðatiltæki virðist vera ofarlega í huga margra þegar erfiðleikar steðja að en eftir fimmtán ár í sínu starfi segir Vigfús þetta ekki vera rétt. „Það er rangt. Það er bara því miður rangt. Ég hef séð fólk bugast,“ segir Vigfús aðspurður út í þennan boðskap. Hann tekur undir það að sorgin leggist mismunandi á fólk hverju sinni en segir þó að það sé ýmislegt í því ferli sem allir upplifa á sambærilegan hátt. „Þetta er nefnilega ekki alltaf einstaklingsbundið, og þetta er mjög mikilvægt atriði. Það er fullt af sameiginlegum þáttum. Bara fræðilega er það að fólk endurskilgreinir hver það er, þetta hefur áhrif á tengsl annarra og úrvinnslan hefur líka áhrif á hvernig maður skilur hvernig lífið er; stóru spurningarnar,“ segir Vigfús. Áföll eiga það til að endurskilgreina lífsviðhorf fólks og tengsl við aðra að sögn Vigfúsar. Þó við upplifum ekki öll sorgina á sama hátt séu margir sameiginlegir þættir.Vísir/Vilhelm Hann segir einstaklingsbundnu þættina snúa að því úr hvaða umhverfi viðkomandi kemur úr, hvernig fjölskyldan vinnur saman og hver saga viðkomandi er. Sorgarferli sé þó aldrei eitthvað sem fólk gengur í gegnum áreynslulaust. „Ferlið sem slíkt felst í því að vera eitt orkufrekasta ferli sem mannskepnan getur upplifað á ævinni og það tekur yfirleitt mjög langan tíma að ná fullri orku aftur. Það eru allt að því sömu hlutir sem geta orðið skaðlegir: Þögnin, einangrunin, deyfingin. Þetta eru allt hlutir sem eru ekki einstaklingsbundnir heldur hafa mjög neikvæð áhrif á fólk, og það að fá ekki viðurkenningu á reynslu sinni. Ég myndi segja að þetta væri sammannlegt ferli með ýmsum persónulegum breytum.“ Þá segir Vigfús að það sé ekki sorgin sjálf sem sé ástæða þess að fólk styrkist oft eftir áföll, heldur ferlið sem taki við í framhaldinu. „Maður segir oft að úrvinnslan göfgar fólk alveg rosalega, það er allt annar hlutur. Þú átt ekkert val, þú lendir í einhverju, og þá er ég ekki að segja að eitthvað átt að gerast, en ég get sagt það að úrvinnslan sem verður að verða, hún mun göfga fólk. Ég sé oft fólk breytast mjög mikið og það opnast nýjar víddir í lífi fólks. Sorgin er ekki bara þessar erfiðu tilfinningar, þær eru líka nýjar lífsniðurstöður og það geta uppgötvast nýir styrkleikar.“ Áföll svipta fólk sjálfræði „Þegar fólk lendir í því sem ég kalla skyndimissi þá kemur áfall þvert inn í líf þitt. Áfall er í eðli sínu atburður sem sviptir þig ákveðnu sjálfræði. Þú ert allt í einu kominn í aðstæður sem þú hefðir aldrei valið að vera í,“ segir Vigfús og bætir við að það er gríðarlegur munur á hvort andlát hafi borið skyndilega að eða hvort það hafi átt sér lengri aðdraganda. „Þú ert engan veginn undirbúinn, það er enginn aðdragandi. Helsti munurinn sem ég sé, og ég er ekki að tala um auðveldara eða minna auðvelt, er það að þessi skyndidauði leiðir oft til þess að fólk er miklu lengur í þessum áfallafasa, sem eru ákveðin doðaeinkenni sem láta mann halda bara áfram til að reyna að lifa af.“ Hann segir fólk oft komið lengra í sorgarferlinu ef einhver aðdragandi er að andláti og yfirleitt sé ákveðið undirbúningsferli farið af stað þegar liggur fyrir að andlát sé óhjákvæmilegt. „Fólk fær fullt af tilboðum í því ferli og það er fullt af fólki sem notar undirbúninginn gríðarlega vel,“ segir Vigfús og bætir við að það sé vel hægt að takast á við ýmsa þætti sorgarinnar fyrir fram þó þú getir ekki búið þig undir allt sem henni fylgir. „Þú býrð þig ekki undir sársaukann sjálfan, en þú getur verið búinn að gera fullt af þáttum sem geta haft jákvæð áhrif á úrvinnsluna. Til dæmis að leysa óleyst mál, eiga samtöl sem ekki hafa átt sér stað um framtíð, líf og fortíð. Kveðja, þakka fyrir - þetta eru allt þættir sem verða svo ótrúlega nærandi þegar fram í sækir. Sá sem lendir í skyndidauðanum missir af þessu.“ Jólin alltaf erfiður tími Vigfús segir jólin og hátíðirnar nánast alltaf vera erfiðan tíma fyrir fólk sem hefur misst ástvini, sama hversu langt er liðið frá andláti. Fólk sé oft í meiri tengslum við tilfinningar sínar um jólin og þessi tími kalli oft fram hugsanir um það sem vanti og hefði mögulega átt að vera „Sorgarferli í bataferli verður oft þannig að tilfinningarnar verða sterkari og sterkari vegna þess að líkaminn hefur fengið meiri orku, það er orðinn meiri bati og maður finnur meira til. Jólin kalla fram fullt af tilfinningum.“ Hann segir sorgina ekki vera tímabundið ástand. Hún fylgi manni alla tíð og maður komist ekki yfir hana, ekki nema maður „tapi mennskunni“ eins og hann orðar það sjálfur. „En að hlutirnir búi með manni þýðir ekki að þeir hafi yfirtekið mann og þeir stjórni manni, það er allt annað.“ Kom ekki á óvart hversu mörg börn missa foreldri árlega Síðasta vor tók Hagstofan í fyrsta skipti saman tölur um fjölda barna sem missa foreldri árlega hér á landi. Niðurstöðurnar sýndu að á síðustu tíu árum missti að jafnaði um það bil hundrað börn foreldri árlega. Vigfús segir þær niðurstöður ekki hafa komið sér á óvart. „Ég var alveg búinn undir það að hún væri jafnvel hærri, enda er hún oft hærri. Ef þú tekur öll slysin og tekur öll sjálfsvígin, og það er kannski hátt í eitt sjálfsvíg á viku, öll þessi alvarlegu veikindi sem dregur fólk til dauða á besta aldrei þá nei, þetta kemur mér alls ekki á óvart.“ Hann segir það rétt að margir eigi erfitt að tala um slíkan missi og aðstandendum finnist jafnvel erfitt að nálgast þá sem lenda í slíkum aðstæðum. Því upplifi margir sig eina eftir áföll, þá sérstaklega fólk sem er jafnvel að kveðja manneskju í fyrsta skiptið og veit ekki alveg hvernig skal bera sig að. „Allar rannsóknir á syrgjendum sýna háan þátt einmanaleika alltaf og ég tala aldrei um sorg sem tilfinningu, heldur safnheiti tilfinninga, og ég held að einmanaleikinn sé einn hluti af því.“ Vigfús segir fólk ekki forðast umræðuna vegna þess að fólkið eða samfélagið sem slíkt sé ekki gott. Það skýrist mögulega frekar af þeirri staðreynd að það að heyra um þjáningu annarra geti verið óþægileg áminning um það að þetta geti komið fyrir hvern sem er og að hver sem er geti verið „næstur“. „Hugsanalesturinn er verstur“ Síðustu ár hafa sífellt fleiri samtök litið dagsins ljós með það að markmiði að grípa fólk sem missir ástvini. Mörg sérhæfa sig sérstaklega í foreldramissi, barnamissi eða makamissi og segir Vigfús ótrúlegar framfarir hafa orðið á síðustu árum í þeim efnum og umræðan sé opnari en áður fyrr. Hann segir margt gott geta fylgt því að opna frekar á umræðuna og ræða sorgina. Það geti bæði hjálpað þeim sem verða fyrir áföllum og þeim sem munu upplifa þau seinna meir. „Ég held það sé heilmikið menntunargildi og forvarnargildi í því að þessir hlutir séu ræddir og lausnirnar séu ræddar. Við munum aldrei getað búið til umræðu sem gerir áfallið mitt eða þitt léttbærara, en við getum búið til umræðu um að ég og þú förum í heilbrigðari áttir sem einstaklingar sem verðum fyrir áfallinu.“ Áföll leggjast þó ekki alltaf einungis á syrgjendurna sjálfa og í starfi sínu þarf Vigfús oft að leiðbeina aðstandendum og jafnvel heilu fyrirtækjunum eftir áföll. Þó það sé ekki einhver ein rétt leið í slíkum aðstæðum segist Vigfús oft styðjast við einfalda lexíu sem hann miðlar áfram. „Ég er með ákveðinn frasa sem ég nota mjög mikið í minni vinnu að þeim fjölskyldum og þeim samfélagsgerðum gengur best að takast á við áföll sem ekki stunda hugsanalestur,“ segir hann og bætir við að það hjálpi engum að spyrja ekki. „Hugsanalesturinn er verstur og sá sem ætlar að styðja þann þjáða þarf fyrst og fremst að hafa getuna til þess að geta spurt, og maður hjálpar oft hinum þjáða að eignast getuna til þess að segja: Þetta hentar mér og þetta hentar mér ekki.“ Missir Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. Þegar hann lítur til baka segir hann það ekki vera tilviljun að hann hafi endað í þessu starfi og leiðin hafi alltaf legið þangað. Það sé þó ekki alltaf auðvelt að aðskilja starfið frá hinu daglega lífi.Vigfús Bjarni er fyrsti viðmælandi í hlaðvarpsþáttunum Missir þar sem rætt verður við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Vigfús Bjarni Albertsson „Þetta er skrýtið starf, það segir sig sjálft. Alveg eins og mörg önnur störf eru það. Það er eitt sem er mjög gott við þetta starf og það er að þú ert mjög sjaldan í neikvæðum og erfiðum samskiptum við fólk,“ segir Vigfús sem segir margt gott fylgja starfinu þó það geti oft á tíðum verið erfitt. „Það hafa oft komið þær stundir að maður á erfitt með að gera þennan aðskilnað, stundum ekki. Stundum er þetta starf eflandi fyrir mann, maður þroskast af því líka og stundum orðið aðeins skárri manneskja við það að kynnast fólki – og mjög oft meira að segja.“ Hann segir starfið hafa fært sér aukna trú á fólki almennt og hann trúi því að fólk sé alla jafna gott fólk. Lífið geti verið skrykkjótt og það hafi mismikil áhrif á persónu fólks en þegar öllu sé á botninn hvolft séu allir bara að reyna að taka einn dag í einu. „Ég held að allir séu að gera sitt besta.“ Sjúkrahúsprestur getur ekki verið bundinn af trúarbrögðum Starf sjúkrahússprestsins felst að mestu leyti í því að vera í viðtölum við fólk að sögn Vigfúsar. Í sínu starfi þarf hann oft að ganga inn í erfiðar aðstæður og ræða við fjölskyldur, fólk sem er að missa maka sinn og jafnvel sjúklingana sjálfa. Að hans sögn er hlutverk hans þó fyrst og fremst að vera til staðar fyrir fólk á erfiðum tímum og vera jafnvægi í þeirri ringulreið sem fylgir dauðsföllum. „Það er líka oft þannig að þegar fólk verður fyrir erfiðum lífsreynslum að þá rifjast mörg önnur mál upp. Það er svolítið merkilegt með mannshugann að í erfiðu áfalli þá leitar hann oft í gömul og erfið áföll, það rennur oft saman. Stundum vill fólk fá að hugsa upphátt og þarf kannski að taka erfiðar ákvarðanir um framtíð sína. [Það] þarf hugsanlega að takast á við það að halda áfram með meðferð, hvað er skynsamlegt í því; á ég að velja lífslengd eða lífsgæði?“ Það er svolítið merkilegt með mannshugann að í erfiðu áfalli þá leitar hann oft í gömul og erfið áföll, það rennur oft saman, segir Vigfús.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvers vegna prestur, sem sé svo nátengdur ákveðinni trú, sé settur í þetta hlutverk segist hann ekki einungis vera prestur í starfi sínu. Sá sem sinnir þessu starfi þurfi frekari menntun í sorgar- og áfallavinnu og í raun geti hann ekki starfað á trúarlegum forsendum í sínu starfi. „Sjúkrahússprestur getur ekki verið mjög bundinn af trú eða trúarbrögðum, það er ekki hluti af okkar vinnu. Þarna kemur fólk úr öllum áttum og við komum að því úr öllum áttum,“ segir Vigfús en segir þó að það sé ekki svo óeðlilegt að prestur sé í þessu starfi. „Þú ert að vinna með þrjár megintengingar mannsins: Tenginguna við sjálfan þig, annað fólk og líka tilgang og æðri mátt, hvernig sem við skilgreinum það.“ Þó það fylgi starfinu að reyna mæta þeim spurningum sem brenna á fólki á erfiðum stundum segist Vigfús ekki hafa svarið við þeim. Hann geti þó eftir bestu getu reynt að leiðbeina fólki í gegnum þær hugsanir, gefið þeim svigrúm til þess að takast á við þær og mögulega komast að þeirri niðurstöðu sem hentar hverjum og einum. „Bara þessi tilvistarspurning: Hvers vegna hendir eitthvað mig? Það er tilvistarleg spurning. Ég væri algjörlega óhæfur í mínu starfi ef ég myndi geta gengið inn í aðstæður og sagt: Ég veit út af hverju eitthvað hendir þig, en ég get tekið þátt í því og þorað að taka glímuna með viðkomandi manneskju.“ Íslendingar sérstaklega miklir „eftirlífstrúendur“ Það eru líklega fáir sem hafa jafn mikla innsýn í hugarheim þeirra sem horfa fram á það að kveðja þessa jarðvist og Vigfús. Hann segir marga nýta þann tíma sem eftir er til þess að gera upp ýmislegt í sínu lífi, á meðan aðrir forðist það að horfast í augu við það sem er yfirvofandi. Það hvernig fólk kjósi að takast á við þær aðstæður geti haft mikil áhrif á hversu þungbært ferlið er aðstandendum. „Sumir nota þennan tíma alveg gríðarlega vel til þess að gera upp líf og tilveru og hjálpa sínum aðstandendum alveg óhemju mikið, og ég sé engan mun á kynjum eða aldri. Sumir velja því miður að ræða málin ekki neitt og eru skelfingu lostnir.“ Hann segir ýmsar spurningar brenna á fólki sem það beini frekar til hans heldur en til aðstandendanna og vangaveltur um eftirlífið séu þar engin undantekning. „Fólk er mikið að pæla í þessu. Íslendingar eru alveg sér á báti í Evrópu, þeir eru svo miklir eftirlífstrúendur. Við trúum alveg ótrúlega mikið á eftirlífið og það er algjörlega óháð aldri og menntun og reynslu,“ segir Vigfús og telur margt spila þar inn í. „Ég held að þessar skemmtilegu og fallegu merkingarmiklu sögur um álfa og tröll, ég held að þetta sé afleiðing af þjóðarsálinni og eftirlífið er ákveðin afleiðing. Svo mætir þessu einhver reynsluheimur. Maður heyrir oft að fólk finnst það oft hafa mikla reynslu af því að það sé eitthvað líf eftir þetta líf.“ „Sumir segja að hugsanlega sé fólk bara að búa sér til einhvern veruleika til þess að gera lífið léttbærara, en kannski er þetta bara raunveruleg reynsla þessa fólks. Það er fullt af fólki sem finnst það hafa mjög raunverulega reynslu af því að líf taki við af þessu lífi, og aldrei myndi ég ógilda það.“ „Eitt orkufrekasta ferli sem mannskepnan getur upplifað á ævinni“ Það er kunnuglegt stef að heyra því fleygt að það sem ekki drepur okkur, styrkir okkur. Að erfið reynsla leiði til þess að fólk komi út úr því sterkara þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta orðatiltæki virðist vera ofarlega í huga margra þegar erfiðleikar steðja að en eftir fimmtán ár í sínu starfi segir Vigfús þetta ekki vera rétt. „Það er rangt. Það er bara því miður rangt. Ég hef séð fólk bugast,“ segir Vigfús aðspurður út í þennan boðskap. Hann tekur undir það að sorgin leggist mismunandi á fólk hverju sinni en segir þó að það sé ýmislegt í því ferli sem allir upplifa á sambærilegan hátt. „Þetta er nefnilega ekki alltaf einstaklingsbundið, og þetta er mjög mikilvægt atriði. Það er fullt af sameiginlegum þáttum. Bara fræðilega er það að fólk endurskilgreinir hver það er, þetta hefur áhrif á tengsl annarra og úrvinnslan hefur líka áhrif á hvernig maður skilur hvernig lífið er; stóru spurningarnar,“ segir Vigfús. Áföll eiga það til að endurskilgreina lífsviðhorf fólks og tengsl við aðra að sögn Vigfúsar. Þó við upplifum ekki öll sorgina á sama hátt séu margir sameiginlegir þættir.Vísir/Vilhelm Hann segir einstaklingsbundnu þættina snúa að því úr hvaða umhverfi viðkomandi kemur úr, hvernig fjölskyldan vinnur saman og hver saga viðkomandi er. Sorgarferli sé þó aldrei eitthvað sem fólk gengur í gegnum áreynslulaust. „Ferlið sem slíkt felst í því að vera eitt orkufrekasta ferli sem mannskepnan getur upplifað á ævinni og það tekur yfirleitt mjög langan tíma að ná fullri orku aftur. Það eru allt að því sömu hlutir sem geta orðið skaðlegir: Þögnin, einangrunin, deyfingin. Þetta eru allt hlutir sem eru ekki einstaklingsbundnir heldur hafa mjög neikvæð áhrif á fólk, og það að fá ekki viðurkenningu á reynslu sinni. Ég myndi segja að þetta væri sammannlegt ferli með ýmsum persónulegum breytum.“ Þá segir Vigfús að það sé ekki sorgin sjálf sem sé ástæða þess að fólk styrkist oft eftir áföll, heldur ferlið sem taki við í framhaldinu. „Maður segir oft að úrvinnslan göfgar fólk alveg rosalega, það er allt annar hlutur. Þú átt ekkert val, þú lendir í einhverju, og þá er ég ekki að segja að eitthvað átt að gerast, en ég get sagt það að úrvinnslan sem verður að verða, hún mun göfga fólk. Ég sé oft fólk breytast mjög mikið og það opnast nýjar víddir í lífi fólks. Sorgin er ekki bara þessar erfiðu tilfinningar, þær eru líka nýjar lífsniðurstöður og það geta uppgötvast nýir styrkleikar.“ Áföll svipta fólk sjálfræði „Þegar fólk lendir í því sem ég kalla skyndimissi þá kemur áfall þvert inn í líf þitt. Áfall er í eðli sínu atburður sem sviptir þig ákveðnu sjálfræði. Þú ert allt í einu kominn í aðstæður sem þú hefðir aldrei valið að vera í,“ segir Vigfús og bætir við að það er gríðarlegur munur á hvort andlát hafi borið skyndilega að eða hvort það hafi átt sér lengri aðdraganda. „Þú ert engan veginn undirbúinn, það er enginn aðdragandi. Helsti munurinn sem ég sé, og ég er ekki að tala um auðveldara eða minna auðvelt, er það að þessi skyndidauði leiðir oft til þess að fólk er miklu lengur í þessum áfallafasa, sem eru ákveðin doðaeinkenni sem láta mann halda bara áfram til að reyna að lifa af.“ Hann segir fólk oft komið lengra í sorgarferlinu ef einhver aðdragandi er að andláti og yfirleitt sé ákveðið undirbúningsferli farið af stað þegar liggur fyrir að andlát sé óhjákvæmilegt. „Fólk fær fullt af tilboðum í því ferli og það er fullt af fólki sem notar undirbúninginn gríðarlega vel,“ segir Vigfús og bætir við að það sé vel hægt að takast á við ýmsa þætti sorgarinnar fyrir fram þó þú getir ekki búið þig undir allt sem henni fylgir. „Þú býrð þig ekki undir sársaukann sjálfan, en þú getur verið búinn að gera fullt af þáttum sem geta haft jákvæð áhrif á úrvinnsluna. Til dæmis að leysa óleyst mál, eiga samtöl sem ekki hafa átt sér stað um framtíð, líf og fortíð. Kveðja, þakka fyrir - þetta eru allt þættir sem verða svo ótrúlega nærandi þegar fram í sækir. Sá sem lendir í skyndidauðanum missir af þessu.“ Jólin alltaf erfiður tími Vigfús segir jólin og hátíðirnar nánast alltaf vera erfiðan tíma fyrir fólk sem hefur misst ástvini, sama hversu langt er liðið frá andláti. Fólk sé oft í meiri tengslum við tilfinningar sínar um jólin og þessi tími kalli oft fram hugsanir um það sem vanti og hefði mögulega átt að vera „Sorgarferli í bataferli verður oft þannig að tilfinningarnar verða sterkari og sterkari vegna þess að líkaminn hefur fengið meiri orku, það er orðinn meiri bati og maður finnur meira til. Jólin kalla fram fullt af tilfinningum.“ Hann segir sorgina ekki vera tímabundið ástand. Hún fylgi manni alla tíð og maður komist ekki yfir hana, ekki nema maður „tapi mennskunni“ eins og hann orðar það sjálfur. „En að hlutirnir búi með manni þýðir ekki að þeir hafi yfirtekið mann og þeir stjórni manni, það er allt annað.“ Kom ekki á óvart hversu mörg börn missa foreldri árlega Síðasta vor tók Hagstofan í fyrsta skipti saman tölur um fjölda barna sem missa foreldri árlega hér á landi. Niðurstöðurnar sýndu að á síðustu tíu árum missti að jafnaði um það bil hundrað börn foreldri árlega. Vigfús segir þær niðurstöður ekki hafa komið sér á óvart. „Ég var alveg búinn undir það að hún væri jafnvel hærri, enda er hún oft hærri. Ef þú tekur öll slysin og tekur öll sjálfsvígin, og það er kannski hátt í eitt sjálfsvíg á viku, öll þessi alvarlegu veikindi sem dregur fólk til dauða á besta aldrei þá nei, þetta kemur mér alls ekki á óvart.“ Hann segir það rétt að margir eigi erfitt að tala um slíkan missi og aðstandendum finnist jafnvel erfitt að nálgast þá sem lenda í slíkum aðstæðum. Því upplifi margir sig eina eftir áföll, þá sérstaklega fólk sem er jafnvel að kveðja manneskju í fyrsta skiptið og veit ekki alveg hvernig skal bera sig að. „Allar rannsóknir á syrgjendum sýna háan þátt einmanaleika alltaf og ég tala aldrei um sorg sem tilfinningu, heldur safnheiti tilfinninga, og ég held að einmanaleikinn sé einn hluti af því.“ Vigfús segir fólk ekki forðast umræðuna vegna þess að fólkið eða samfélagið sem slíkt sé ekki gott. Það skýrist mögulega frekar af þeirri staðreynd að það að heyra um þjáningu annarra geti verið óþægileg áminning um það að þetta geti komið fyrir hvern sem er og að hver sem er geti verið „næstur“. „Hugsanalesturinn er verstur“ Síðustu ár hafa sífellt fleiri samtök litið dagsins ljós með það að markmiði að grípa fólk sem missir ástvini. Mörg sérhæfa sig sérstaklega í foreldramissi, barnamissi eða makamissi og segir Vigfús ótrúlegar framfarir hafa orðið á síðustu árum í þeim efnum og umræðan sé opnari en áður fyrr. Hann segir margt gott geta fylgt því að opna frekar á umræðuna og ræða sorgina. Það geti bæði hjálpað þeim sem verða fyrir áföllum og þeim sem munu upplifa þau seinna meir. „Ég held það sé heilmikið menntunargildi og forvarnargildi í því að þessir hlutir séu ræddir og lausnirnar séu ræddar. Við munum aldrei getað búið til umræðu sem gerir áfallið mitt eða þitt léttbærara, en við getum búið til umræðu um að ég og þú förum í heilbrigðari áttir sem einstaklingar sem verðum fyrir áfallinu.“ Áföll leggjast þó ekki alltaf einungis á syrgjendurna sjálfa og í starfi sínu þarf Vigfús oft að leiðbeina aðstandendum og jafnvel heilu fyrirtækjunum eftir áföll. Þó það sé ekki einhver ein rétt leið í slíkum aðstæðum segist Vigfús oft styðjast við einfalda lexíu sem hann miðlar áfram. „Ég er með ákveðinn frasa sem ég nota mjög mikið í minni vinnu að þeim fjölskyldum og þeim samfélagsgerðum gengur best að takast á við áföll sem ekki stunda hugsanalestur,“ segir hann og bætir við að það hjálpi engum að spyrja ekki. „Hugsanalesturinn er verstur og sá sem ætlar að styðja þann þjáða þarf fyrst og fremst að hafa getuna til þess að geta spurt, og maður hjálpar oft hinum þjáða að eignast getuna til þess að segja: Þetta hentar mér og þetta hentar mér ekki.“
Missir Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira