Starfsmenn Advania lokuðust inni í brugghúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 12:30 Bruggarar Advania eru spenntir að reiða fram sérstakan bjór fyrirtækisins sem kallast Ölgjörvi. Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ásgeir Freyr Kristinsson, Andri Örn Sigurðsson, Steingrímur Óskarsson og Hákon Róbert Jónsson. mynd/advania „Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs. Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs.
Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira