Spurning vikunnar: Færðu hrós frá makanum þínum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. janúar 2020 14:00 Ert þú búin að hrósa makanum þínum í dag? Hrós er eitthvað sem okkur flestum finnst gott að fá, bæði frá vinum og samstarfsfólki en ekki síst frá maka. Þegar okkur er hrósað, upplifum við oftast jákvæðar tilfinningar. Hrós getur virkað hvetjandi á okkur og aukið sjálfstraust. Að finna að maður sé metinn að verðleikum í ástarsambandi með annari manneskju er mikilvægt fyrir sjálfsmyndina. Í upphafi sambands virðist það vera manni auðveldar að gefa hrós. En hvernig þróast þetta þegar tímanum líður og samskiptin verða hversdagslegri? Þurfum við sjaldnar hrós í samböndum þegar við komum niður af bleika skýinu eða þurfum við jafnvel meira á þeim að halda þá? Öll höfum við mismunandi þörf fyrir að hrósa öðrum og mismunandi hæfni við að hrósa. Það sem er sumum mjög eðlislægt að segja getur reynst öðrum óþarfi. Sambandsráðgjafar eru þó flestir sammála um það að hrós og viðurkenning sé mjög mikilvæg í öllum samböndum og þá skiptir líka máli hvers eðlis hrósið er. Kunnum við bara að hrósa fyrir útlit eða hrósum við fyrir eiginleika sem við kunnum að meta í fari makans? Þetta daglega sem stundum virðist svo sjálfsagt, kunnum við að hrósa fyrir það? Flest okkar þekkja góð áhrif þess að fá hrós en hvaða áhrif getur skortur á hrósi haft? Sá aðili sem fær ekki hrós frá maka sínum getur oft á tíðum upplifað áhugaleysi, skort á hrifningu eða jafnvel upplifað höfnunartilfinningu. Út frá þessum pælingum kemur spurning vikunnar.Færðu hrós frá makanum þínum? Að þessu sinni er könnunin kynjaskipt og er fólk beðið um að svara könnun sem á við þeirra kyn.Konur svara hér fyrir neðan: Karlar svara hér fyrir neðan: Spurning vikunnar Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Bone-orðin 10: Eva Lind elskar fallegt skegg og sjálfsöryggi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hrós er eitthvað sem okkur flestum finnst gott að fá, bæði frá vinum og samstarfsfólki en ekki síst frá maka. Þegar okkur er hrósað, upplifum við oftast jákvæðar tilfinningar. Hrós getur virkað hvetjandi á okkur og aukið sjálfstraust. Að finna að maður sé metinn að verðleikum í ástarsambandi með annari manneskju er mikilvægt fyrir sjálfsmyndina. Í upphafi sambands virðist það vera manni auðveldar að gefa hrós. En hvernig þróast þetta þegar tímanum líður og samskiptin verða hversdagslegri? Þurfum við sjaldnar hrós í samböndum þegar við komum niður af bleika skýinu eða þurfum við jafnvel meira á þeim að halda þá? Öll höfum við mismunandi þörf fyrir að hrósa öðrum og mismunandi hæfni við að hrósa. Það sem er sumum mjög eðlislægt að segja getur reynst öðrum óþarfi. Sambandsráðgjafar eru þó flestir sammála um það að hrós og viðurkenning sé mjög mikilvæg í öllum samböndum og þá skiptir líka máli hvers eðlis hrósið er. Kunnum við bara að hrósa fyrir útlit eða hrósum við fyrir eiginleika sem við kunnum að meta í fari makans? Þetta daglega sem stundum virðist svo sjálfsagt, kunnum við að hrósa fyrir það? Flest okkar þekkja góð áhrif þess að fá hrós en hvaða áhrif getur skortur á hrósi haft? Sá aðili sem fær ekki hrós frá maka sínum getur oft á tíðum upplifað áhugaleysi, skort á hrifningu eða jafnvel upplifað höfnunartilfinningu. Út frá þessum pælingum kemur spurning vikunnar.Færðu hrós frá makanum þínum? Að þessu sinni er könnunin kynjaskipt og er fólk beðið um að svara könnun sem á við þeirra kyn.Konur svara hér fyrir neðan: Karlar svara hér fyrir neðan:
Spurning vikunnar Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Bone-orðin 10: Eva Lind elskar fallegt skegg og sjálfsöryggi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira