Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 22:43 Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísir/AP Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi. Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi.
Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36