Samkvæmt heimildum JydskeVestkystens er markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson á förum til danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding í sumar.
Ljóst er að Ágúst Elí yfirgefur herbúðir Svíþjóðarmeistara Sävehof eftir þetta tímabil.
JydskeVestkystens greinir frá því að Kolding fái tvo nýja markverði í sumar; Ágúst Elí og líklegast Tim Winkler frá Ribe-Esbjerg.
Þeir fylla skörð Rickard Frisk og Anders Petersen sem yfirgefa Kolding í sumar. Sá fyrrnefndi fer til Team Tvis Holstebro og sá síðarnefndi leggur væntanlega skóna á hilluna.
Tveir Íslendingar leika með Kolding; Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson sem er FH-ingur líkt og Ágúst Elí.
Hinn 24 ára Ágúst Elí lék ekki með Íslandi á EM í þessum mánuði. Hann hefur farið á tvö stórmót með íslenska liðinu; EM 2018 og HM 2019.
Ágúst Elí sagður á förum til KIF Kolding
