Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2020 16:18 Ýmsir finna að því að kona hafi ekki verið ráðin í starf útvarpsstjóra. Aðeins karlar hafa verið ráðnir í starfið og meira að segja tvisvar í tilfelli Markúsar Arnar Antonssonar. Vísir Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. Samstarfsfólk Stefáns í meirihlutanum í borgarstjórn kveður sinn mann með söknuði en ýmsir hafa eitthvað við ráðningu hans að athuga. Sumir lýsa yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið breytt út af vananum og kona ráðin í starfið. Umræðan er eins og tíðkast árið 2020 mikil á samfélagsmiðlum. Gísli Marteinn í skýjunum „Það eru frábærar fréttir fyrir Rúv að Stefán Eiríksson hafi verið ráðinn útvarpsstjóri úr hópi mjög hæfra umsækjenda. Ég er sannfærður um að hann hefur heilbrigða og góða sýn á hlutverk almannaútvarps og getur leitt Rúv inn í nýja tíma. Til hamingju,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sem er í aðalhlutverki hjá stofnuninni bæði í sjónvarpsþættinum Vikunni og svo í útvarpinu um helgar. Það eru frábærar fréttir fyrir Rúv að Stefán Eiríksson hafi verið ráðinn útvarpsstjóri úr hópi mjög hæfra umsækjenda. Ég er sannfærður um að hann hefur heilbrigða og góða sýn á hlutverk almannaútvarps og getur leitt Rúv inn í nýja tíma. Til hamingju @StefanEiriks— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) January 28, 2020 Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá Ríkisútvarpinu, óskar Stefáni og stofnuninni til hamingju. „Stefán Eiríksson var niðurstaða stjórnar Ríkisútvarpsins, og lokaákvörðunin var samhljóða. Held að Stefán sé fengur fyrir RÚV, reyndur maður og traustur en hefur sýnt að hann kann að fara út úr kassanum (She came in through the bathroom window ...). Hann veit hvað almannaútvarp er og kann að stjórna, ákveðinn en lipur og laginn. Það kom margt annað gott fólk til greina (og líka síðra ...) og ég hefði að öðru jöfnu viljað konu,“ segir Mörður. Hann standi þó hiklaus og ánægður að þessari niðurstöðu. „Fyrir utan mannkosti Stefáns er merkilegt við ráðninguna að það var stjórnin sem tók ákvarðanirnar, enginn annar – þvert á ýmislegar bollaleggingar og gaspur í miðlunum. Og það var gert á faglegum og fagpólitískum forsendum en ekki samkvæmt flokkslínum eða persónutengslum.“ Heiða B. Heiðarsdóttir, auglýsingastjóri hjá Stundinni, minnir Mörð þó á að borgarar hafi engan samanburð. „Við vitum ekki hverjir sóttu um að stýra RÚVinu sem við samt borgum fyrir.“ Páll Baldvin Baldvinsson, gagnrýnandi og rithöfundur, segir Stefán hafa eitt sér til ágætis. „Hann hefur aldrei nálægt fjölmiðlun komið nema sem viðtalandi, aldrei unnið á fréttamiðli, aldrei komið nálægt dagskrárgerð hvorki fyrir hljóðvarp né útvarps, aldrei skipulegt dagskrá eða stýrt henni. Hann er vel reyndur stjórnandi á sviði lögreglunnar og hefur reynst þægilegur á ábyggilegur í sínu starfi hjá bænum. Hann er því alveg óreyndur til þessa starfs, en gangi honum vel því verkefnið er stórt og flókið.“ Páll Baldvin er meðal þeirra sem veltir vöngum yfir ráðningunni.visir/vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins lagðist gegn því að listi umsækjenda yrði birtur. Á lokametrunum virðist baráttan aðallega hafa staðið á milli Stefáns og Karls Garðarssonar en Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri voru einnig nefndir til sögunnar. Meðal umsækjendanna 41 um starfið voru Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Elín Hirst fyrrverandi þingkona og fréttastjóri, Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lögfræðingur, Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri nýmiðla RÚV, Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi útgefandi og ritstjóri og Steinunn Ólín Þorsteinsdóttir leikkona. Borgarstjóri veitti bestu meðmæli Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svo sannarlega ástæðat il að óska Ríkisútvarpinu og stjórn stofnunarinar til hamingju með ákvörðunina. „Stefán Eiríksson er sannarlega fengur fyrir útvarpið og að sama skapi skilur hann eftir sig skarð sem nú þarf að fylla hjá borginni. Hann hefur verið frábær samstarfsmaður, fyrst sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, síðan sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og síðast en ekki síst sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Hann fékki því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið: frábær og traustur samstarfsmaður, leiðtogi og heilsteypt manneskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmtilegur í þokkabót. Til hamingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebbi!“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Stefán hafa mikla leiðtogahæfni.Vísir/Vilhelm Greinilegt er að kært er á milli þeirra Dags og Stefáns. Það er einmitt eitthvað sem Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, finnur að. „Ég veit svo sem ekki hvernig ruv virkar en mér er nú bara smá brugðið. Er fólk ekki hrætt um að hér séu hagsmunaárekstrar? Nú verður okkur í minnihlutanum bara úthúðað á ruv og sagðar bara einhverjar englafréttir af meirihlutanum í borginni:) Dagur á þarna aldeilis góðan vin, hauk í horni. Það er þetta með hlutleysi og allt það? Kannski erfitt að vera alveg hlutlaus og sennilega er enginn alveg hlutlaus en þetta er kannski aðeins of mikið.“ Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins óttast að meirihlutinn í borginni græði heilmikið á að fá Stefán í Efstaleitið.visir/vilhelm Kolbrún tekur fram að hún tali bara út frá tilfinningu núna og tilfinningar séu hvorki réttar né rangar. Valur Grettisson, ritstjóri Grapevine, veltir vöngum yfir ráðningunni þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Stefáns eftir rimmu hans við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, í Lekamálinu svokallaða. Akkúrat það sem RÚV vantaði, lögmann sem Útvarpsstjóra. Nú fara hlutirnir að gerast. Annars ber ég ómælda virðingu fyrir manninum eftir rimmu hans við Hönnu Birnu um árið.https://t.co/mCJbeyss4A— Valur Grettisson (@valurgr) January 28, 2020 Lögga valin fyrst enginn bakari fannst Fjölmiðlafólk hefur sínar skoðanir á ráðningunni. Meðal þeirra er Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri sem er nú í broddi fylkingar hjá Sósíalistaflokknum. „Einmitt það sem vantaði er lögga og lögfræðingur til að reka fjölmiðlil. Úr því að enginn bakari fannst,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári Egilsson er meðal þeirra sem gagnrýnir ráðninguna.Vísir/Vilhelm „Svo er eitt; eins viðkunnanlegur og Stefán er í fasi, þá loga bæði löggan í Reykjavík og yfirstjórn borgarinnar af innanmeinum, átökum milli jafnstæðra, klögumálum, einelti og öllu því versta sem finna má á vinnustöðum. Auðvitað bjó Stefán þetta ekki til, en ég ef ég væri í útvarpsráði hefði ég heyrt í fólki sem hefur unnið á þessum vinnustöðvum. Stefán er ekki hornóttur, en það er heldur ekki alltaf slíkt fólk sem rekst verst í hópi. Ekki er sú betri músin er læðist en hin er stekkur. Ég spái sama hringleikahúsinu í útvarpshúsinu innan ... segjum 18 mánaða. Ekki pexa yfir þessu kommenti núna, tölum saman eftir 18 mánuði.“ Hvar voru konurnar? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fjölmiðlakona upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að margt fjölmiðlafólk hafi sótt um og sömuleiðis aðrir með sérmenntun og reynslu á sviði fjölmiðla. „Það virðist vera að sá bakgrunnur falli pólitíkusum mjög illa í geð. Núna eru bara bankastjórar, lögfræðingar og fyrrverandi forsætisráðherrar og lögreglustjórar hæfir til að stjórna fjölmiðlum,“ segir Þóra Kristín. „Það sóttu ótal konur um með fjölbreytta reynslu úr fjölmiðlum en það virtist vera áhugi á því en núna kemur í ljós að það var enginn áhugi á slíku heldur ráðinn enn einn karlinn (ágætur að vísu en hann hefur ekkert fram að færa sem fjölmiðlastjórnandi). Þarna var að finna fleiri en einn ritstjóra og doktor í lögum með tjáningarfrelsi sem sérsvið, konu sem rak sinn eigin fjölmiðil í nær áratug, fyrrverandi fréttastjóra og forstjóra fjölmiðlasviðs og svo mætti lengi telja. Þessar konur komust ekki einu sinni í úrslit og sumar voru ekki kallaðar í könnunarviðtal. Þá eru ótaldir margir góðir fjölmiðlakarlar sem þóttu ekki viðræðuhæfir um starfið.“ Vonast eftir meiri löghlýðni með Stefán í brúnni Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri hjá Símanum, grínast með tíðindin í ljósi deilna við Ríkisútvarpið sem hann telur endurtekið brjóta lög. Hann óskar Stefáni til hamingju með nýja starfið og spyr um leið stofnunina á Twitter hvort ekki megi treysta á nýja tíma í löghlýðni í ljósi þess að lögreglustjóri sé kominn í brúna. Gratúlera @StefanEiriks að vera orðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarps. Má ekki örugglega treysta á nýja tíma í löghlýðni @RUVohf ?— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) January 28, 2020 Hér má sjá þá sem gegnt hafa starfi útvarpsstjóra frá árinu 1930. Þá eru fjölmargir sem finna að því að enn hafi engin kona gegnt starfi útvarpsstjóra. Margir töldu líklegt að kona yrði fyrir valinu í þetta skiptið en annað kom á daginn. Raunar virðist aðeins Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hafa komið til álita af þeim konum sem sóttu um. Ríkisútvarpið var stofnað fyrir 90 árum. Á þessum 90 árum hefur ekki enn fundist hæf kona í embætti útvarpsstjóra. Leiðinlegt hvað við erum allar hæfileikalausar.— byltINGA (@ingaausa) January 28, 2020 Kristín Soffía Jónsdóttir, samstarfskona Stefáns úr ráðhúsinu, segist íhuga að flytja sig um set í Efstaleitið. Elta sinn mann. Leikstjórinn Kristófer Dignus fagnar ráðningunni og segir að vel hafi verið valið. Árni Snævarr fjölmiðlamaður finnur að lítill reynslu Stefáns af fjölmiðlum. „Í Matthildi í gamla daga var brandari um mann sem sótti um starf sem götulögregluþjónn í Matthildi en var umsvifalaust skipaður yfirmaður leynilögreglunnar. Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri hefur svo litla reynslu af fjölmiðlum að hann þætti varla tækur sem afleysingamaður á fréttastofu. En var skipaður útvarpsstjóri eftir harða baráttu við sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Í þessu spili er vitlaust gefið. Brandarinn í Matthildi var fyndinn - þessi er það ekki.“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að meirihlutinn í borginni verði vængbrotinn við hvarf Stefáns, sem séu góðar fréttir. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Valið stóð milli fjögurra einstaklinga. 28. janúar 2020 12:26 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. Samstarfsfólk Stefáns í meirihlutanum í borgarstjórn kveður sinn mann með söknuði en ýmsir hafa eitthvað við ráðningu hans að athuga. Sumir lýsa yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið breytt út af vananum og kona ráðin í starfið. Umræðan er eins og tíðkast árið 2020 mikil á samfélagsmiðlum. Gísli Marteinn í skýjunum „Það eru frábærar fréttir fyrir Rúv að Stefán Eiríksson hafi verið ráðinn útvarpsstjóri úr hópi mjög hæfra umsækjenda. Ég er sannfærður um að hann hefur heilbrigða og góða sýn á hlutverk almannaútvarps og getur leitt Rúv inn í nýja tíma. Til hamingju,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, sem er í aðalhlutverki hjá stofnuninni bæði í sjónvarpsþættinum Vikunni og svo í útvarpinu um helgar. Það eru frábærar fréttir fyrir Rúv að Stefán Eiríksson hafi verið ráðinn útvarpsstjóri úr hópi mjög hæfra umsækjenda. Ég er sannfærður um að hann hefur heilbrigða og góða sýn á hlutverk almannaútvarps og getur leitt Rúv inn í nýja tíma. Til hamingju @StefanEiriks— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) January 28, 2020 Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá Ríkisútvarpinu, óskar Stefáni og stofnuninni til hamingju. „Stefán Eiríksson var niðurstaða stjórnar Ríkisútvarpsins, og lokaákvörðunin var samhljóða. Held að Stefán sé fengur fyrir RÚV, reyndur maður og traustur en hefur sýnt að hann kann að fara út úr kassanum (She came in through the bathroom window ...). Hann veit hvað almannaútvarp er og kann að stjórna, ákveðinn en lipur og laginn. Það kom margt annað gott fólk til greina (og líka síðra ...) og ég hefði að öðru jöfnu viljað konu,“ segir Mörður. Hann standi þó hiklaus og ánægður að þessari niðurstöðu. „Fyrir utan mannkosti Stefáns er merkilegt við ráðninguna að það var stjórnin sem tók ákvarðanirnar, enginn annar – þvert á ýmislegar bollaleggingar og gaspur í miðlunum. Og það var gert á faglegum og fagpólitískum forsendum en ekki samkvæmt flokkslínum eða persónutengslum.“ Heiða B. Heiðarsdóttir, auglýsingastjóri hjá Stundinni, minnir Mörð þó á að borgarar hafi engan samanburð. „Við vitum ekki hverjir sóttu um að stýra RÚVinu sem við samt borgum fyrir.“ Páll Baldvin Baldvinsson, gagnrýnandi og rithöfundur, segir Stefán hafa eitt sér til ágætis. „Hann hefur aldrei nálægt fjölmiðlun komið nema sem viðtalandi, aldrei unnið á fréttamiðli, aldrei komið nálægt dagskrárgerð hvorki fyrir hljóðvarp né útvarps, aldrei skipulegt dagskrá eða stýrt henni. Hann er vel reyndur stjórnandi á sviði lögreglunnar og hefur reynst þægilegur á ábyggilegur í sínu starfi hjá bænum. Hann er því alveg óreyndur til þessa starfs, en gangi honum vel því verkefnið er stórt og flókið.“ Páll Baldvin er meðal þeirra sem veltir vöngum yfir ráðningunni.visir/vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins lagðist gegn því að listi umsækjenda yrði birtur. Á lokametrunum virðist baráttan aðallega hafa staðið á milli Stefáns og Karls Garðarssonar en Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri voru einnig nefndir til sögunnar. Meðal umsækjendanna 41 um starfið voru Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Elín Hirst fyrrverandi þingkona og fréttastjóri, Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lögfræðingur, Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri nýmiðla RÚV, Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi útgefandi og ritstjóri og Steinunn Ólín Þorsteinsdóttir leikkona. Borgarstjóri veitti bestu meðmæli Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svo sannarlega ástæðat il að óska Ríkisútvarpinu og stjórn stofnunarinar til hamingju með ákvörðunina. „Stefán Eiríksson er sannarlega fengur fyrir útvarpið og að sama skapi skilur hann eftir sig skarð sem nú þarf að fylla hjá borginni. Hann hefur verið frábær samstarfsmaður, fyrst sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, síðan sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og síðast en ekki síst sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Hann fékki því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið: frábær og traustur samstarfsmaður, leiðtogi og heilsteypt manneskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmtilegur í þokkabót. Til hamingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebbi!“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Stefán hafa mikla leiðtogahæfni.Vísir/Vilhelm Greinilegt er að kært er á milli þeirra Dags og Stefáns. Það er einmitt eitthvað sem Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, finnur að. „Ég veit svo sem ekki hvernig ruv virkar en mér er nú bara smá brugðið. Er fólk ekki hrætt um að hér séu hagsmunaárekstrar? Nú verður okkur í minnihlutanum bara úthúðað á ruv og sagðar bara einhverjar englafréttir af meirihlutanum í borginni:) Dagur á þarna aldeilis góðan vin, hauk í horni. Það er þetta með hlutleysi og allt það? Kannski erfitt að vera alveg hlutlaus og sennilega er enginn alveg hlutlaus en þetta er kannski aðeins of mikið.“ Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins óttast að meirihlutinn í borginni græði heilmikið á að fá Stefán í Efstaleitið.visir/vilhelm Kolbrún tekur fram að hún tali bara út frá tilfinningu núna og tilfinningar séu hvorki réttar né rangar. Valur Grettisson, ritstjóri Grapevine, veltir vöngum yfir ráðningunni þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi Stefáns eftir rimmu hans við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, í Lekamálinu svokallaða. Akkúrat það sem RÚV vantaði, lögmann sem Útvarpsstjóra. Nú fara hlutirnir að gerast. Annars ber ég ómælda virðingu fyrir manninum eftir rimmu hans við Hönnu Birnu um árið.https://t.co/mCJbeyss4A— Valur Grettisson (@valurgr) January 28, 2020 Lögga valin fyrst enginn bakari fannst Fjölmiðlafólk hefur sínar skoðanir á ráðningunni. Meðal þeirra er Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri sem er nú í broddi fylkingar hjá Sósíalistaflokknum. „Einmitt það sem vantaði er lögga og lögfræðingur til að reka fjölmiðlil. Úr því að enginn bakari fannst,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári Egilsson er meðal þeirra sem gagnrýnir ráðninguna.Vísir/Vilhelm „Svo er eitt; eins viðkunnanlegur og Stefán er í fasi, þá loga bæði löggan í Reykjavík og yfirstjórn borgarinnar af innanmeinum, átökum milli jafnstæðra, klögumálum, einelti og öllu því versta sem finna má á vinnustöðum. Auðvitað bjó Stefán þetta ekki til, en ég ef ég væri í útvarpsráði hefði ég heyrt í fólki sem hefur unnið á þessum vinnustöðvum. Stefán er ekki hornóttur, en það er heldur ekki alltaf slíkt fólk sem rekst verst í hópi. Ekki er sú betri músin er læðist en hin er stekkur. Ég spái sama hringleikahúsinu í útvarpshúsinu innan ... segjum 18 mánaða. Ekki pexa yfir þessu kommenti núna, tölum saman eftir 18 mánuði.“ Hvar voru konurnar? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fjölmiðlakona upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að margt fjölmiðlafólk hafi sótt um og sömuleiðis aðrir með sérmenntun og reynslu á sviði fjölmiðla. „Það virðist vera að sá bakgrunnur falli pólitíkusum mjög illa í geð. Núna eru bara bankastjórar, lögfræðingar og fyrrverandi forsætisráðherrar og lögreglustjórar hæfir til að stjórna fjölmiðlum,“ segir Þóra Kristín. „Það sóttu ótal konur um með fjölbreytta reynslu úr fjölmiðlum en það virtist vera áhugi á því en núna kemur í ljós að það var enginn áhugi á slíku heldur ráðinn enn einn karlinn (ágætur að vísu en hann hefur ekkert fram að færa sem fjölmiðlastjórnandi). Þarna var að finna fleiri en einn ritstjóra og doktor í lögum með tjáningarfrelsi sem sérsvið, konu sem rak sinn eigin fjölmiðil í nær áratug, fyrrverandi fréttastjóra og forstjóra fjölmiðlasviðs og svo mætti lengi telja. Þessar konur komust ekki einu sinni í úrslit og sumar voru ekki kallaðar í könnunarviðtal. Þá eru ótaldir margir góðir fjölmiðlakarlar sem þóttu ekki viðræðuhæfir um starfið.“ Vonast eftir meiri löghlýðni með Stefán í brúnni Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri hjá Símanum, grínast með tíðindin í ljósi deilna við Ríkisútvarpið sem hann telur endurtekið brjóta lög. Hann óskar Stefáni til hamingju með nýja starfið og spyr um leið stofnunina á Twitter hvort ekki megi treysta á nýja tíma í löghlýðni í ljósi þess að lögreglustjóri sé kominn í brúna. Gratúlera @StefanEiriks að vera orðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarps. Má ekki örugglega treysta á nýja tíma í löghlýðni @RUVohf ?— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) January 28, 2020 Hér má sjá þá sem gegnt hafa starfi útvarpsstjóra frá árinu 1930. Þá eru fjölmargir sem finna að því að enn hafi engin kona gegnt starfi útvarpsstjóra. Margir töldu líklegt að kona yrði fyrir valinu í þetta skiptið en annað kom á daginn. Raunar virðist aðeins Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hafa komið til álita af þeim konum sem sóttu um. Ríkisútvarpið var stofnað fyrir 90 árum. Á þessum 90 árum hefur ekki enn fundist hæf kona í embætti útvarpsstjóra. Leiðinlegt hvað við erum allar hæfileikalausar.— byltINGA (@ingaausa) January 28, 2020 Kristín Soffía Jónsdóttir, samstarfskona Stefáns úr ráðhúsinu, segist íhuga að flytja sig um set í Efstaleitið. Elta sinn mann. Leikstjórinn Kristófer Dignus fagnar ráðningunni og segir að vel hafi verið valið. Árni Snævarr fjölmiðlamaður finnur að lítill reynslu Stefáns af fjölmiðlum. „Í Matthildi í gamla daga var brandari um mann sem sótti um starf sem götulögregluþjónn í Matthildi en var umsvifalaust skipaður yfirmaður leynilögreglunnar. Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri hefur svo litla reynslu af fjölmiðlum að hann þætti varla tækur sem afleysingamaður á fréttastofu. En var skipaður útvarpsstjóri eftir harða baráttu við sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Í þessu spili er vitlaust gefið. Brandarinn í Matthildi var fyndinn - þessi er það ekki.“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að meirihlutinn í borginni verði vængbrotinn við hvarf Stefáns, sem séu góðar fréttir.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Valið stóð milli fjögurra einstaklinga. 28. janúar 2020 12:26 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Valið stóð milli fjögurra einstaklinga. 28. janúar 2020 12:26