Handbolti

Jóhann Birgir farinn aftur til FH en Blær klár í slaginn hjá HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Birgir skoraði grimmt í þeim sex leikjum sem hann lék fyrir HK.
Jóhann Birgir skoraði grimmt í þeim sex leikjum sem hann lék fyrir HK. vísir/bára

Jóhann Birgir Ingvarsson er kominn aftur til FH eftir að hafa verið í láni hjá HK fyrir áramót. Þetta staðfesti Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi.

Jóhann Birgir var lánaður til HK í byrjun nóvember, um svipað leyti og Blær Hinriksson heltist úr lestinni hjá Kópavogsliðinu vegna meiðsla.

Jóhann Birgir lék sex leiki með HK í Olís-deild karla og skoraði 38 mörk, eða 6,3 mörk að meðaltali í leik.

Hann er nú farinn aftur til FH. Blær er hins vegar búinn að ná sér af meiðslum og verður í leikmannahópi HK þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld.

Blær, sem er 18 ára, hefur skorað 28 mörk í sex deildarleikjum í vetur, eða 4,7 mörk að meðaltali í leik.

HK er í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar með tvö stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðum er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×