Handbolti

Valsmenn hafa ekki tapað deildarleik í Eyjum í rúm fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Anton Rúnarsson skorar í fyrri leiknum á móti ÍBV.
Valsmaðurinn Anton Rúnarsson skorar í fyrri leiknum á móti ÍBV. Vísir/Daníel

Olís deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld með heilli umferð. Fyrsti leikurinn er stórslagur ÍBV og Vals í Eyjum. Valsmenn hafa kunnað mjög vel við sig í Eyjum undanfarin ár.

Það þarf að fara aftur til 18. desember 2014 til að finna deildarleik þar sem ÍBV vann Val á heimavelli sínum í Vestmannaeyjum.

Valsmenn hafa nefnilega unnið fimm síðustu deildarleiki liðanna í Vestmannaeyjum og slógu Eyjamenn líka á þessum tíma út á heimavelli þeirra í úrslitakeppninni vorið 2017.

Á sama tíma og Valsmenn hafa haft tak á Eyjamönnum út í Eyjum hefur gengið mun betur hjá ÍBV liðinu á Hlíðarenda.

ÍBV vann þannig eins marks sigur á Hlíðarenda í lok september, 26-25, og þriggja marka sigur í mars, 32-29.

Valsmenn unnu 30-28 sigur í síðasta leik sínum í Vestmannaeyjum fyrir tæpum fimmtán mánuðum en fyrrum leikmaður ÍBV, Agnar Smári Jónsson, skoraði þá níu mörk á móti sínu gamla félagi og annar fyrrum Eyjamaður, Róbert Aron Hostert, var næstmarkahæstur með sjö mörk.

Síðustu sex deildarleikir ÍBV og Vals i Eyjum:

5. nóvember 2018: Valur vann 2 marka sigur (30-28)

22. febrúar 2018: Valur vann 3 marka sigur (31-28)

16. október 2016: Valur vann 3 marka sigur (30-27)

17. mars 2016: Valur vann 6 marka sigur (30-24)

11. september 2015: Valur vann 2 marka sigur (26-24)

18. desember 2014: ÍBV vann 7 marka sigur (26-19)

Leikur ÍBV og Vals hefst klukkan 18.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 verður síðan sýndur leikur Aftureldingar og FH í beinni og Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×