Körfubolti

Granna­slag Lakers og Clippers frestað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrir utan Staples Center í Los Angeles mátti sjá þessa fallegu mynd.
Fyrir utan Staples Center í Los Angeles mátti sjá þessa fallegu mynd. vísir/getty

Grannaslag LA Lakers og LA Clippers hefur verið frestað en leikurinn átti að fara fram aðra nótt.

Þetta tilkynnti NBA-deildin í kvöld en Lakers átti þá að fá nágranna sína í Clippers í heimsókn.

Leiknum var frestað vegna fráfalls Kobe Bryant sem lét lífið í þyrluslysi á sunnudaginn ásamt átta öðrum, þar á meðal þrettán ára dóttur hans, Gianna.







Í tilkynningu frá NBA-deildinni segir að leiknum hafi verið frestað af virðingu við alla þá sem tengjast Lakers en Kobe spilaði með félaginu í tuttugu ár.

Hann hætti árið 2016 eftir tuttugu ára feril þar sem hann varð fimm sinnum NBA-meistari og var átján sinnum valinn í stjörnuliðið.

Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.


Tengdar fréttir

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×