Umboðsmaður krefur dómsmálaráðherra um svör Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2020 18:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira