Tilfinningaþrungið viðtal við Doc Rivers um örlög Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 09:30 Doc Rivers í viðtalinu í gær. Getty/Michael Reaves Doc Rivers átti mjög erfitt með sig og barðist við tárin í sjónvarpsviðtali fyrir leik Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt. Ástæðan var fréttirnar af dauða Kobe Bryant og dóttur hans i þyrluslysi. Doc Rivers fékk fréttirnar af örlögum Kobe Bryant fyrir leik síns liðs en eins og margir tengdir NBA deildinni þá beið þeirra að fara spila leik seinna um kvöldið. Rivers hitti blaðamenn fyrir leikinn. Doc Rivers var við það að brotna niður í viðtalinu og rödd hans var brotin. „Ég hef eiginlega ekki mikið að segja á þessari stundu. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir alla sem þekktu hann og ég þekkti hann í langan tíma,“ sagði Doc Rivers á meðan hann barðist við tárin. „Hann skipti mig augljóslega mjög miklu máli og var frábær andstæðingur en það er það sem þú vilt í íþróttum. Hann var með erfðaefni (DNA) sem mjög fáir íþróttamenn búa yfir eða aðeins menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan,“ sagði Doc Rivers. „Ég hef kynnst honum betur eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þetta eru auðvitað hryllilegar fréttir fyrir Vanessu og fjölskyldu hans en hann snerti svo marga. Ég sé það á viðbrögðum ungu leikmanna minna, og hversu mikil áhrif þessar fréttir höfðu á þá, hversu hann náði að snerta marga,“ sagði Rivers. „Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir okkur öll og því miður hef ég ekki mikið að segja. Ég þarf að fara að tala við liðið mitt og segja þeim að fara að spila leik,“ sagði Doc Rivers um leið og tilfinningar hans tóku yfir. Það má sjá þetta rosalega viðtal hér fyrir neðan. “He had that DNA that very few athletes can ever have.” Doc Rivers on Kobe Bryant. pic.twitter.com/kSS7sjKaI1— NBA TV (@NBATV) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum. 27. janúar 2020 07:30 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn bjóða núna upp á sérstakt Frank Booker árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Doc Rivers átti mjög erfitt með sig og barðist við tárin í sjónvarpsviðtali fyrir leik Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt. Ástæðan var fréttirnar af dauða Kobe Bryant og dóttur hans i þyrluslysi. Doc Rivers fékk fréttirnar af örlögum Kobe Bryant fyrir leik síns liðs en eins og margir tengdir NBA deildinni þá beið þeirra að fara spila leik seinna um kvöldið. Rivers hitti blaðamenn fyrir leikinn. Doc Rivers var við það að brotna niður í viðtalinu og rödd hans var brotin. „Ég hef eiginlega ekki mikið að segja á þessari stundu. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir alla sem þekktu hann og ég þekkti hann í langan tíma,“ sagði Doc Rivers á meðan hann barðist við tárin. „Hann skipti mig augljóslega mjög miklu máli og var frábær andstæðingur en það er það sem þú vilt í íþróttum. Hann var með erfðaefni (DNA) sem mjög fáir íþróttamenn búa yfir eða aðeins menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan,“ sagði Doc Rivers. „Ég hef kynnst honum betur eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þetta eru auðvitað hryllilegar fréttir fyrir Vanessu og fjölskyldu hans en hann snerti svo marga. Ég sé það á viðbrögðum ungu leikmanna minna, og hversu mikil áhrif þessar fréttir höfðu á þá, hversu hann náði að snerta marga,“ sagði Rivers. „Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir okkur öll og því miður hef ég ekki mikið að segja. Ég þarf að fara að tala við liðið mitt og segja þeim að fara að spila leik,“ sagði Doc Rivers um leið og tilfinningar hans tóku yfir. Það má sjá þetta rosalega viðtal hér fyrir neðan. “He had that DNA that very few athletes can ever have.” Doc Rivers on Kobe Bryant. pic.twitter.com/kSS7sjKaI1— NBA TV (@NBATV) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum. 27. janúar 2020 07:30 NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn bjóða núna upp á sérstakt Frank Booker árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53
Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum. 27. janúar 2020 07:30
NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. 27. janúar 2020 07:00
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30