Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.
„Ég er í sjokki yfir þessum sorglegu fréttum að dauða Kobe og Giannu. Ég á engin orð til að lýsa sársaukanum sem ég finn. Ég elskaði Kobe og hann var eins og litli bróðir minn,“ sagði í yfirlýsingu frá Michael Jordan.
Statement from Michael Jordan: pic.twitter.com/oI7w6e7HLI
— Estee Portnoy (@esteep) January 26, 2020
Michael Jordan var sá besti í heimi þegar Kobe Bryant var að alast upp og allir vildu vera eins og Mike. Kobe Bryant var einn af þeim sem vildi vera eins og Mike og hann komst mjög nálægt því að leika eftir afrek Jordan inn á körfuboltavellinum.
Kobe skoraði á endanum fleiri stig en Michael Jordan og vantaði bara einn titil að vinna sex NBA-titla eins og hann. Michael vann vissulega fleiri einstaklingsverðlaun en Kobe stóðst samt flestan samanburð, svo öflugur leikmaður var hann.
Jordan hélt áfram að minnast Kobe Bryant í yfirlýsingu sinni.
„Hann var ákafur keppnismaður, einn af þeim bestu í sögu íþróttarinnar og skapandi afl. Kobe var einnig stórkostlegur faðir og elskaði fjölskyldu sína innilega. Hann var mjög stoltur af ást dóttur hans á körfuboltaíþróttinni. Ég og Yvette sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Vanessu, Lakers félagsins og körfuboltaáhugafólks út um allan heim,“ skrifaði Michael Jordan.
Hér fyrir neðan má sjá magnað myndband þar sem sést vel hversu líkur leikstíll Kobe Bryant var leikstíll Michael Jordan.
Fleiri stór nöfn hafa líka minnst Kobe Bryant eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan.
Laker Nation, the game of basketball & our city, will never be the same without Kobe. Cookie & I are praying for Vanessa, his beautiful daughters Natalia, Bianka & Capri, as well as his parents Joe & Pam & his sisters. We will always be here for the Bryant family. pic.twitter.com/WWxmtEAJqZ
— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) January 26, 2020
Jeannine & I are absolutely shocked to hear of the loss of one of my favorite people & one of the best basketball minds in the history of the game! Our hearts & prayers to Vanessa & his girls. @kobebryant you were my biggest fan, but I was yours #RIPMAMBA@NBA@espn@SLAMonlinepic.twitter.com/Ll0BD6VWgr
— TheBillRussell (@RealBillRussell) January 26, 2020
Mamba Forever. pic.twitter.com/wIchSUwFM2
— Nike (@Nike) January 26, 2020
Kobe was a legend on the court and just getting started in what would have been just as meaningful a second act. To lose Gianna is even more heartbreaking to us as parents. Michelle and I send love and prayers to Vanessa and the entire Bryant family on an unthinkable day.
— Barack Obama (@BarackObama) January 26, 2020
The Hall of Fame joins the rest of the basketball world in mourning the untimely passing of Kobe Bryant, a nominee for this year’s #20HoopClass and an icon of the game. We offer our sincerest condolences to the Bryant Family and those affected by this tragedy. pic.twitter.com/ltkHLwQ4qS
— Basketball HOF (@Hoophall) January 27, 2020