Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 18:51 Króatar fagna í leikslok. vísir/epa Króatía er komið í úrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Noregi, 29-28, í tvíframlengdum spennutrylli. Zeljko Musa skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það var hans eina mark í leiknum og aðeins þriðja markið hans á EM. Zeljko Musa's third goal of the tournament - and the one which really counts!@HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/ZxruhSscMU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Króatía mætir annað hvort Spáni eða Slóveníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Domagoj Duvnjak var markahæstur Króata með átta mörk. Sander Sagosen átti stórleik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Króatar voru lengst af skrefinu á undan en komumst aldrei meira en þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 10-12, Króatíu í vil. Króatar komust þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-15, og fengu tækifæri til að ná fjögurra marka forskoti en Thorbjörn Bergerud varði frá Igor Karacic úr hraðaupphlaupi. With @HRStwitt 3 up, @TSBergerud saves at a crucial moment for @NORhandball#ehfeuro2020 dreamwinremember pic.twitter.com/yKMAp8L5w1— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Noregur skoraði næstu þrjú mörk, jafnaði í 15-15 og Sagosen kom Norðmönnum svo yfir, 17-16, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Gullerud kom Norðmönnum yfir, 22-21, og þeir fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Matetj Asanin varði víti frá Sagosen. Duvnjak skoraði næstu tvö mörk og kom Króatíu yfir, 22-23. Noregur fékk vítakast en Asanin varði frá Magnusi Jondal. Two crucial penalties saved by Matej Asanin in a row for @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/iIdQTKXHUR— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bergerud varði frá Duvnjak í næstu sókn Króata og Jondal jafnaði í 23-23. Króatar fengu lokasóknina en vörn Norðmanna varði skot Duvnjaks. FULL-TIME: It's 23:23 and we have EXTRA TIME!@NORhandball vs @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xf0D7tYhsp— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Hvort lið gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan að honum loknum var jöfn, 24-24. Luka Stepancic kom Króatíu yfir í seinni hálfleik fyrri framlengingar en Sagosen jafnaði með sínu tíunda marki. Kristian Björnsen kom Noregi yfir úr hraðaupphlaupi, 26-25, en Króatía fékk vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Duvnjak fór á vítalínuna, skoraði og því þurfti að framlengja aftur. A penalty in the LAST SECOND and Duvnjak nets it for @HRStwitt . More extra time!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xrihzlNfFU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bæði lið skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar. Í þeim seinni voru mistökin fjölmörg og aðeins eitt mark skorað. Það gerði áðurnefndur Musa og tryggði Króötum sæti í úrslitum EM í fyrsta sinn síðan 2010. EM 2020 í handbolta Króatía Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Króatía er komið í úrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Noregi, 29-28, í tvíframlengdum spennutrylli. Zeljko Musa skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það var hans eina mark í leiknum og aðeins þriðja markið hans á EM. Zeljko Musa's third goal of the tournament - and the one which really counts!@HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/ZxruhSscMU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Króatía mætir annað hvort Spáni eða Slóveníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Domagoj Duvnjak var markahæstur Króata með átta mörk. Sander Sagosen átti stórleik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Króatar voru lengst af skrefinu á undan en komumst aldrei meira en þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 10-12, Króatíu í vil. Króatar komust þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-15, og fengu tækifæri til að ná fjögurra marka forskoti en Thorbjörn Bergerud varði frá Igor Karacic úr hraðaupphlaupi. With @HRStwitt 3 up, @TSBergerud saves at a crucial moment for @NORhandball#ehfeuro2020 dreamwinremember pic.twitter.com/yKMAp8L5w1— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Noregur skoraði næstu þrjú mörk, jafnaði í 15-15 og Sagosen kom Norðmönnum svo yfir, 17-16, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Gullerud kom Norðmönnum yfir, 22-21, og þeir fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Matetj Asanin varði víti frá Sagosen. Duvnjak skoraði næstu tvö mörk og kom Króatíu yfir, 22-23. Noregur fékk vítakast en Asanin varði frá Magnusi Jondal. Two crucial penalties saved by Matej Asanin in a row for @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/iIdQTKXHUR— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bergerud varði frá Duvnjak í næstu sókn Króata og Jondal jafnaði í 23-23. Króatar fengu lokasóknina en vörn Norðmanna varði skot Duvnjaks. FULL-TIME: It's 23:23 and we have EXTRA TIME!@NORhandball vs @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xf0D7tYhsp— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Hvort lið gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan að honum loknum var jöfn, 24-24. Luka Stepancic kom Króatíu yfir í seinni hálfleik fyrri framlengingar en Sagosen jafnaði með sínu tíunda marki. Kristian Björnsen kom Noregi yfir úr hraðaupphlaupi, 26-25, en Króatía fékk vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Duvnjak fór á vítalínuna, skoraði og því þurfti að framlengja aftur. A penalty in the LAST SECOND and Duvnjak nets it for @HRStwitt . More extra time!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xrihzlNfFU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bæði lið skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar. Í þeim seinni voru mistökin fjölmörg og aðeins eitt mark skorað. Það gerði áðurnefndur Musa og tryggði Króötum sæti í úrslitum EM í fyrsta sinn síðan 2010.
EM 2020 í handbolta Króatía Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira