Lofar leðurbuxum á sviðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 13:30 Einar Ágúst syngur Lenny Kravitz. Vísir/getty/einar ágúst „Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is. Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira
„Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is.
Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira