Þjálfarar grófasta og prúðasta liðs EM í handbolta eru íslenskir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:30 Erlingur Birgir Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu spiluðu stóran hluta leikja sinna á EM manni færri enda að fá yfir fimm brottresktra að meðaltali í leik. EPA-EFE/OLE MARTIN WOLD Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9 EM 2020 í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Ísland átti þrjá þjálfara á Evrópumótinu í handbolta í ár og tveir þeirra voru með lið sín á sitthvorum endanum þegar kom að prúðmennsku samkvæmt útreikningum evrópska handboltasambandsins. Það var mjög ólíkt farið með liðum Kristjáns Andréssonar og Erlings Richardssonar á þessu móti. Kristján var á sínu fjórða og síðasta stórmóti með sænska landsliðið en Erlingur á því fyrsta með hollenska landsliðið. Lærisveinar Kristjáns í sænska landsliðið eru prúðasta lið mótsins fyrir leikina um verðlaun. Þeir fengu aðeins 6,6 refsistig að meðaltali í sjö leikjum sínum. Sænsku leikmennirnir voru aðeins reknir útaf í tvær mínútur í nítján skipti þar af fjórum sinnum í lokaleiknum á móti Íslandi. Svíarnir fengu síðan 8 gul spjöld og ekkert rautt spjald. Þetta gera 46 refsistig eða 6,6 í leik. Næstu lið voru Rússland og Sviss með 7,3 refsistig í leik. Lærisveinar Erlings Richardsson létu aftur á móti finna fyrir því eða fengu kannski harðari meðferð hjá dómurum mótsins því þeir voru með langflest refsistig eða 14,7 að meðaltali í leik. Það er meira en tvöfalt fleiri refsistig en Svíar. Hollendingar voru sautján sinnum reknir útaf í tvær mínútur og það í aðeins þremur leikjum. Það er tveimur brottrekstrum færra en Svíar en sænska liðið lék samt fjórum leikjum meira en Hollendingar á Evrópumótinu. Hollenska liðið fékk síðan 5 gul spjöld og eitt rautt spjald. Útilokanir vegna þriggja brottvísana teljast hér ekki sem rautt spjald. Íslenska landsliðið var í miðjum hóp með 8,7 refsistig að meðaltali í leik en það setti liðið í 10. sæti listans yfir prúðustu lið mótsins. Það má finna allan listann hér.Prúðasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Svíþjóð 6,6 refsistig í leik 2. Rússland 7,3 2. Sviss 7,3 4. Norður-Makedónía 7,7 5. Danmörk 8,0 6. Frakkland 8,3 6. Serbía 8,3Grófasta liðið á EM eftir milliriðla: 1. Holland 14,7 refsistig í leik 2. Svartfjallaland 12,7 2. Þýskaland 12,7 4. Úkraína 11,3 5. Hvíta-Rússland 11,1 6. Tékkland 10,9
EM 2020 í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira