Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2020 20:30 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. vísir/vilhelm Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur. Fjölskyldumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur.
Fjölskyldumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira