Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:00 Sigurbjörn Bárðarson var kosinn Íþróttamaður ársins 1993. Vísir/Sigurjón Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum valdi í dag 22 manna landsliðshóp. „Þetta er gífurlega flottur hópur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Sigurbjörn vann á sínum tíma 13 heimsmeistaratitla og státar af 127 Íslandsmeistaratitlum. Eru þeir ekki spældir sem komast ekki í liðið? „Jú þeir naga á þröskuldinn með hnefann á lofti og telja sér misboðið að vera ekki í hópnum og það er hinn rétti andi. Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott, það er keppnisskapið. Það eru margir sem eiga inngöngu inn í liðið, það er bara spurning hvernig gengið er á þeim tíma,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Arnar Björnsson. Sigurbjörn er ánægður með árangurinn í fyrra. „Þetta var gífurlega góður árangur og besti árangur sem landsliðið hefur náð. Við vorum stolt með okkar lið á síðasta heimsmeistaramóti alveg til fyrirmyndar,“ sagði Sigurbjörn. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Norðurlandamót og svo styttist í næsta heimsmeistaramót. „Heimsmeistaramótið er handan við hornið. Við höfum notað Norðurlandamótið til að sjá hver staðan er og bera okkur saman við Norðurlandaþjóðirnar. Við lítum á það mót sem forrétt. Við teflum ekki fram okkar sterkustu mönnum en reynum að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurbjörn. Hvernig er það með gamlan keppnismann, hvort er skemmtilegra að velja liðið eða að vera í liðinu? „Það var skemmtilegra að vera í liðinu ég var þar í langan tíma. Þetta eru fráhvarfseinkenni og minnka við að trappa sig niður og vera áfram með liðinu. Þannig að maður er í liðinu svona á ská,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Vísir/Sigurjón A-landsliðshópur LH 2020: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi Bergþór Eggertsson, Þýskalandi Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla Haukur Tryggvason, Þýskalandi Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra Jóhann Skúlason, Danmörku Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu FákiOlilAmble, Hestamannafélaginu Sleipni Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára Hestar Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum valdi í dag 22 manna landsliðshóp. „Þetta er gífurlega flottur hópur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Sigurbjörn vann á sínum tíma 13 heimsmeistaratitla og státar af 127 Íslandsmeistaratitlum. Eru þeir ekki spældir sem komast ekki í liðið? „Jú þeir naga á þröskuldinn með hnefann á lofti og telja sér misboðið að vera ekki í hópnum og það er hinn rétti andi. Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott, það er keppnisskapið. Það eru margir sem eiga inngöngu inn í liðið, það er bara spurning hvernig gengið er á þeim tíma,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson í samtali við Arnar Björnsson. Sigurbjörn er ánægður með árangurinn í fyrra. „Þetta var gífurlega góður árangur og besti árangur sem landsliðið hefur náð. Við vorum stolt með okkar lið á síðasta heimsmeistaramóti alveg til fyrirmyndar,“ sagði Sigurbjörn. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Norðurlandamót og svo styttist í næsta heimsmeistaramót. „Heimsmeistaramótið er handan við hornið. Við höfum notað Norðurlandamótið til að sjá hver staðan er og bera okkur saman við Norðurlandaþjóðirnar. Við lítum á það mót sem forrétt. Við teflum ekki fram okkar sterkustu mönnum en reynum að gefa öðrum tækifæri,“ sagði Sigurbjörn. Hvernig er það með gamlan keppnismann, hvort er skemmtilegra að velja liðið eða að vera í liðinu? „Það var skemmtilegra að vera í liðinu ég var þar í langan tíma. Þetta eru fráhvarfseinkenni og minnka við að trappa sig niður og vera áfram með liðinu. Þannig að maður er í liðinu svona á ská,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Kannski senda þeir manni tóninn og það er bara gott Vísir/Sigurjón A-landsliðshópur LH 2020: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Hestamannafélaginu Herði Árni Björn Pálsson, Hestamannafélaginu Fáki Ásmundur Ernir Snorrason, Hestamannafélaginu Geysi Bergþór Eggertsson, Þýskalandi Guðmundur Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi Gústaf Ásgeir Hinriksson, Hestamannafélaginu Fáki Hanna Rún Ingibergsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla Haukur Tryggvason, Þýskalandi Helga Una Björnsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt Hinrik Bragason, Hestamannafélaginu Fáki Hulda Gústafsdóttir, Hestamannafélaginu Fáki Jakob Svavar Sigurðsson, Hestamannafélaginu Dreyra Jóhann Skúlason, Danmörku Konráð Valur Sveinsson, Hestamannafélaginu FákiOlilAmble, Hestamannafélaginu Sleipni Ragnhildur Haraldsdóttir, Hestamannafélaginu Sleipni Siguroddur Pétursson, Hestamannafélaginu Snæfellingi Sigursteinn Sumarliðason, Hestamannafélaginu Sleipni Teitur Árnason, Hestamannafélaginu Fáki Viðar Ingólfsson, Hestamannafélaginu Fáki Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Skagfirðingi Þórarinn Ragnarsson, Hestamannafélaginu Smára
Hestar Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira