Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2020 09:00 ,,Allir virtust sammála um að það væri óheppilegt að þeir hengdu sig alfarið á niðurstöður tilnefningarnefnda" sagði Baldur um lífeyrissjóðina. Vísir/Vilhelm Í síðustu viku stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland fyrir lokaðri vinnustofu tilnefningarnefnda. Fundarstjóri var Baldur Thorlacius framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq. Aðeins voru boðaðir fulltrúar sem þegar sitja í tilnefninganefndum og segir Baldur að markmiðið hafi verið að fá hugmyndir og innlegg að mögulegum breytingum í næstu útgáfu af góðum stjórnarháttum. ,,Það virðist vera mikil eftirspurn eftir meiri fræðslu og leiðsögn á þessu sviði“ segir Baldur um viðburðinn. ,,Tilnefningarnefndir eru nokkuð nýjar af nálinni hér á landi og því eðlilegt að það taki einhvern tíma að slípa þetta til og mynda sátt um fyrirkomulagið“ segir Baldur. ,,Á fundinum virtust þó allir vera einhuga um að tilnefningarnefndir ættu fyrst og fremst hjálpa viðkomandi fyrirtækjum að ná árangri og skapa verðmæti, sem er mjög jákvætt.“ Að sögn Baldurs eru nokkrar útfærslur á því hvernig tilnefninganefndir starfa. Það sem hentar hluthöfum eins fyrirtækis, þarf ekki að henta hluthöfum annars. Tilfinning Baldurs er þó að meiri sátt sé að skapast um tilurð og starf tilnefninganefnda. ,,Mín tilfinning er að þetta sé að mjakast í átt að meiri sátt, að fólk sé farið að átta sig betur á því hvað tilnefningarnefndir eru og hvað þær eru ekki.“ Einnig: Nefndirnar fara eins og eldur í sinu um Kauphöllina En hvað bar hæst á fundinum? ,, Það voru talsverðar umræður á fundinum um þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Á því voru nokkuð skiptar skoðanir, einhverjum fannst það vera óheppilegt fyrirkomulag en öðrum fannst reynslan af því vera góð.“ Baldur segir ekkert skrýtið þótt þetta vefjist fyrir fólki enda sé allur gangur á því erlendis hvernig þessu er háttað þar. Í sumum löndum eru nefndirnar einungis skipaðar stjórnarmönnum en í öðrum sé lagt upp úr því að þær séu óháðar. ,,Hvor leiðin hefur sína kosti og galla. Fyrir mitt leyti tel ég einna mikilvægast að sníða hlutverk nefndanna, og jafnvel einstaka nefndarmanna, að því fyrirkomulagi sem er valið, til þess að draga úr hagsmunaárekstrum og nýta kostina til fulls. Einhver benti á að það þyrfti að binda þannig um hnútana að tilnefningarnefndir myndu ekki fæla fjársterka einstaklinga frá því að gerast hluthafar og sækjast eftir stjórnarsæti. Að það væri mikilvægt að einhverjir í stjórn hefðu sömu hagsmuni og hluthafar og því þyrftu tilnefningarnefndir einnig að horfa til þess. Baldur sagði skiptar skoðanir á því hvort stjórnarmenn ættu að sitja í tilnefningarnefndum. Tilnefninganefndir ráðgefandi Á fundinum var nokkuð rætt um aðkomu lífeyrissjóðanna sem sumir hverjir hafa viljað lúta vali tilnefningarnefnda sem reglu í stjórnarkjöri. Baldur sagði að nokkuð hefði verið rætt um þetta, en fundarmenn hefðu verið sammála um að nefndirnar ættu að vera ráðgefandi og þetta væri því óheppileg afstaða. ,,Allir virtust sammála um að það væri óheppilegt að þeir hengdu sig alfarið á niðurstöður tilnefningarnefnda. Þeir þyrftu einnig að mynda sér sjálfstæða skoðun, með hliðsjón af rökstuðningi nefndanna og öðrum upplýsingum. Annars væri nánast verið að framselja stjórnarvalið til nefndanna.“ Ýmislegt annað var rætt, svo sem kostnaður og greiðslur, hvort tilnefningarnefndir eigi að taka afstöðu til siðferðislegra álitamála, hversu mikinn aðgang þær ættu að hafa að mögulegum innherjaupplýsingum eða hvort þær gætu metið fleiri aðila sem hæfa en væru tilnefndir. Markaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Í síðustu viku stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland fyrir lokaðri vinnustofu tilnefningarnefnda. Fundarstjóri var Baldur Thorlacius framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq. Aðeins voru boðaðir fulltrúar sem þegar sitja í tilnefninganefndum og segir Baldur að markmiðið hafi verið að fá hugmyndir og innlegg að mögulegum breytingum í næstu útgáfu af góðum stjórnarháttum. ,,Það virðist vera mikil eftirspurn eftir meiri fræðslu og leiðsögn á þessu sviði“ segir Baldur um viðburðinn. ,,Tilnefningarnefndir eru nokkuð nýjar af nálinni hér á landi og því eðlilegt að það taki einhvern tíma að slípa þetta til og mynda sátt um fyrirkomulagið“ segir Baldur. ,,Á fundinum virtust þó allir vera einhuga um að tilnefningarnefndir ættu fyrst og fremst hjálpa viðkomandi fyrirtækjum að ná árangri og skapa verðmæti, sem er mjög jákvætt.“ Að sögn Baldurs eru nokkrar útfærslur á því hvernig tilnefninganefndir starfa. Það sem hentar hluthöfum eins fyrirtækis, þarf ekki að henta hluthöfum annars. Tilfinning Baldurs er þó að meiri sátt sé að skapast um tilurð og starf tilnefninganefnda. ,,Mín tilfinning er að þetta sé að mjakast í átt að meiri sátt, að fólk sé farið að átta sig betur á því hvað tilnefningarnefndir eru og hvað þær eru ekki.“ Einnig: Nefndirnar fara eins og eldur í sinu um Kauphöllina En hvað bar hæst á fundinum? ,, Það voru talsverðar umræður á fundinum um þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Á því voru nokkuð skiptar skoðanir, einhverjum fannst það vera óheppilegt fyrirkomulag en öðrum fannst reynslan af því vera góð.“ Baldur segir ekkert skrýtið þótt þetta vefjist fyrir fólki enda sé allur gangur á því erlendis hvernig þessu er háttað þar. Í sumum löndum eru nefndirnar einungis skipaðar stjórnarmönnum en í öðrum sé lagt upp úr því að þær séu óháðar. ,,Hvor leiðin hefur sína kosti og galla. Fyrir mitt leyti tel ég einna mikilvægast að sníða hlutverk nefndanna, og jafnvel einstaka nefndarmanna, að því fyrirkomulagi sem er valið, til þess að draga úr hagsmunaárekstrum og nýta kostina til fulls. Einhver benti á að það þyrfti að binda þannig um hnútana að tilnefningarnefndir myndu ekki fæla fjársterka einstaklinga frá því að gerast hluthafar og sækjast eftir stjórnarsæti. Að það væri mikilvægt að einhverjir í stjórn hefðu sömu hagsmuni og hluthafar og því þyrftu tilnefningarnefndir einnig að horfa til þess. Baldur sagði skiptar skoðanir á því hvort stjórnarmenn ættu að sitja í tilnefningarnefndum. Tilnefninganefndir ráðgefandi Á fundinum var nokkuð rætt um aðkomu lífeyrissjóðanna sem sumir hverjir hafa viljað lúta vali tilnefningarnefnda sem reglu í stjórnarkjöri. Baldur sagði að nokkuð hefði verið rætt um þetta, en fundarmenn hefðu verið sammála um að nefndirnar ættu að vera ráðgefandi og þetta væri því óheppileg afstaða. ,,Allir virtust sammála um að það væri óheppilegt að þeir hengdu sig alfarið á niðurstöður tilnefningarnefnda. Þeir þyrftu einnig að mynda sér sjálfstæða skoðun, með hliðsjón af rökstuðningi nefndanna og öðrum upplýsingum. Annars væri nánast verið að framselja stjórnarvalið til nefndanna.“ Ýmislegt annað var rætt, svo sem kostnaður og greiðslur, hvort tilnefningarnefndir eigi að taka afstöðu til siðferðislegra álitamála, hversu mikinn aðgang þær ættu að hafa að mögulegum innherjaupplýsingum eða hvort þær gætu metið fleiri aðila sem hæfa en væru tilnefndir.
Markaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira