
Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS
Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf.
Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.
Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf.
Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements.
Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra.
Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun.
Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði.
Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“
Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda.
Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“
Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára.
Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum.
Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.
Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa.
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024.
Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna.
Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.
Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.
Alvotech er sagt vera á réttri leið með því að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi félögum á heimsvísu á markaði með líftæknilyfjahliðstæður, að mati DNB Carnegie, sem mælir sem fyrr með kaupum í fyrirtækinu og metur virði þess um tvöfalt hærra en núverandi markaðsgengi. Greinendur norræna fjárfestingabankans telja samt að samkeppnin eigi eftir að aukast, sem muni þýða meiri verðlækkun en ella á hliðstæðum borið saman við frumlyfin, en telur að Alvotech sé í sterkri samkeppnisstöðu vegna umfangsmikillar lyfjapípu og öflugrar þróunargetu.
Yfirtökutilboð forstjóra og stjórnarformanns Play er jákvætt skref fyrir íslenskan markað, en yfirtökutilboð hafa færst í aukana á markaðnum eftir áralanga pásu eftir fjármálahrunið. Nægir þar að nefna yfirtökutilboð i Skeljung (núna SKEL) og Eik (í tvígang), auk yfirtöku og afskráningu Origo.
Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar.
Flugvél Icelandair í ferjuflugi sem var á leið frá Chales de Gaulle flugvellinum í París var lent í Manchester síðdegis í dag vegna tæknilegs atriðis sem kom upp.
Ef litið er til 24 félaga á aðallista Kauphallarinar þá skiluðu ellefu þeirra tapi, en þrettán hagnaði fyrir hluthafa á fyrsta ársfjórðungi 2025. Til samanburðar skiluðu sjö félög tapi, en sautján hagnaði fyrir hluthafa á fyrsta ársfjórðungi 2024.
Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð.
Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.
Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.