Uppgjör Henrys: Draumabyrjun en martraðarendir Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 22. janúar 2020 22:00 Framtíðin. Hinn 18 ára gamli Haukur Þrastarson nældi sér í mikilvæg reynslu á EM. vísir/epa Strákarnir okkar hafa lokið keppni á EM. Þeir töpuðu lokaleik sínum í kvöld, 32-25, gegn Svíum. Það vantaði allt malt í okkar menn sem sáu aldrei til sólar í leiknum. Þeir enda því mótið í ellefta sæti. Menn virtust lítið hafa lært af Noregsleiknum því strákarnir byruðu þennan leik næstum því jafn illa. Munurinn í hálfleik var síðan 18-11 en í Noregsleiknum var hún 19-12.Bensínlausir Það var aldrei nein endurkomu í kortunum að þessu sinni. Það verður ekki sagt að menn hafi ekki reynt. Það var gjörsamlega allt reynt en þetta var einn af þessum leikjum sem ekkert gengur upp. Þess utan voru strákarnir orkulausir og óvenju mistækir. Vinstra hornið og Kári Kristján skiluðu sínu. Aðrir gátu ekki neitt. Því miður. Eftir frábæra byrjun á mótinu þá var endirinn ansi snubbóttur. Eins og svo oft áður. Það verður að segjast að ólíkt öðrum toppþjóðum virðist íslenska liðið ekki hafa líkamlega burði til þess að standa í þeim bestu er líður á mótin. Það er áhyggjuefni. Heimakletturinn Kári Kristján skilaði sínu í kvöld.vísir/epa Skref í rétta átt Það má taka margt gott úr þessu móti og þetta mót var klárlega skref fram á við. Það yljaði að sjá 18 og 19 ára stráka í byrjunarliðinu í dag. Það er nægur efniviður. Við eignuðumst flotta landsliðsskyttu í Viggó á EM. Undrabörnin Haukur Þrastar og Viktor Gísli fengu mikla eldskírn og Janus Daði skilaði heilt yfir frábæru móti. Vörnin gaf eftir en þegar hún var upp á sitt besta var hún frábær. Ernirnir Elvar og Ýmir slógu í gegn. Sigvaldi gerði það líka í hægra horninu. Það var svo sannarlega margt jákvætt. Íslenska liðið komst lengra á þessu móti en síðustu sex ár. Alexander átti æðislega endurkomu og átti stóran þátt í því að liðið fór áfram. Hann klárar vonandi umspilsleikina fyrir HM í sumar og hjálpar liðinu að komast á HM. Þessi magnaði stríðsmaður á skilið að ríða brosandi inn í sólarlagið. Ofurmennið Guðjón Valur kláraði stórmót númer 22 og var frábær. Aron Pálmarsson náði því miður ekki að tengja saman heilt mót nægilega vel eftir lygilega byrjun. Þjálfarateymið stóð sig síðan stórkostlega og mætti liðið oftar en ekki frábærlega undirbúið. Þeir eru á réttri leið og liðið er það líka. Ég hlakka til að sjá hvað þetta lið gerir á næstu árum. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Kári Kristján: Auðvitað er yndislegt að vera hluti af þessum hóp "Þetta var erfitt, mjög erfitt mest allan leikinn," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Malmö eftir leikinn gegn Svíum í kvöld. 22. janúar 2020 21:33 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter. 22. janúar 2020 20:59 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Alexander: Mig langar ekki að hætta eftir tapleik Alexander Petersson skoraði þrjú mörk gegn Svíum í kvöld. Hann var augljóslega þreyttur þegar hann ræddi við blaðamann Vísis í kvöld enda mikið mætt á honum á mótinu. 22. janúar 2020 21:46 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Létu ekki einu sinni reka sig útaf í 2 mínútur Íslenska karlalandsliðið í handbolta steinlá með sjö marka mun á móti Svíum í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta voru líka slökustu 60 mínútur íslenska liðsins á mótinu. 22. janúar 2020 21:19 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Strákarnir okkar hafa lokið keppni á EM. Þeir töpuðu lokaleik sínum í kvöld, 32-25, gegn Svíum. Það vantaði allt malt í okkar menn sem sáu aldrei til sólar í leiknum. Þeir enda því mótið í ellefta sæti. Menn virtust lítið hafa lært af Noregsleiknum því strákarnir byruðu þennan leik næstum því jafn illa. Munurinn í hálfleik var síðan 18-11 en í Noregsleiknum var hún 19-12.Bensínlausir Það var aldrei nein endurkomu í kortunum að þessu sinni. Það verður ekki sagt að menn hafi ekki reynt. Það var gjörsamlega allt reynt en þetta var einn af þessum leikjum sem ekkert gengur upp. Þess utan voru strákarnir orkulausir og óvenju mistækir. Vinstra hornið og Kári Kristján skiluðu sínu. Aðrir gátu ekki neitt. Því miður. Eftir frábæra byrjun á mótinu þá var endirinn ansi snubbóttur. Eins og svo oft áður. Það verður að segjast að ólíkt öðrum toppþjóðum virðist íslenska liðið ekki hafa líkamlega burði til þess að standa í þeim bestu er líður á mótin. Það er áhyggjuefni. Heimakletturinn Kári Kristján skilaði sínu í kvöld.vísir/epa Skref í rétta átt Það má taka margt gott úr þessu móti og þetta mót var klárlega skref fram á við. Það yljaði að sjá 18 og 19 ára stráka í byrjunarliðinu í dag. Það er nægur efniviður. Við eignuðumst flotta landsliðsskyttu í Viggó á EM. Undrabörnin Haukur Þrastar og Viktor Gísli fengu mikla eldskírn og Janus Daði skilaði heilt yfir frábæru móti. Vörnin gaf eftir en þegar hún var upp á sitt besta var hún frábær. Ernirnir Elvar og Ýmir slógu í gegn. Sigvaldi gerði það líka í hægra horninu. Það var svo sannarlega margt jákvætt. Íslenska liðið komst lengra á þessu móti en síðustu sex ár. Alexander átti æðislega endurkomu og átti stóran þátt í því að liðið fór áfram. Hann klárar vonandi umspilsleikina fyrir HM í sumar og hjálpar liðinu að komast á HM. Þessi magnaði stríðsmaður á skilið að ríða brosandi inn í sólarlagið. Ofurmennið Guðjón Valur kláraði stórmót númer 22 og var frábær. Aron Pálmarsson náði því miður ekki að tengja saman heilt mót nægilega vel eftir lygilega byrjun. Þjálfarateymið stóð sig síðan stórkostlega og mætti liðið oftar en ekki frábærlega undirbúið. Þeir eru á réttri leið og liðið er það líka. Ég hlakka til að sjá hvað þetta lið gerir á næstu árum.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Kári Kristján: Auðvitað er yndislegt að vera hluti af þessum hóp "Þetta var erfitt, mjög erfitt mest allan leikinn," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Malmö eftir leikinn gegn Svíum í kvöld. 22. janúar 2020 21:33 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter. 22. janúar 2020 20:59 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Alexander: Mig langar ekki að hætta eftir tapleik Alexander Petersson skoraði þrjú mörk gegn Svíum í kvöld. Hann var augljóslega þreyttur þegar hann ræddi við blaðamann Vísis í kvöld enda mikið mætt á honum á mótinu. 22. janúar 2020 21:46 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Létu ekki einu sinni reka sig útaf í 2 mínútur Íslenska karlalandsliðið í handbolta steinlá með sjö marka mun á móti Svíum í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta voru líka slökustu 60 mínútur íslenska liðsins á mótinu. 22. janúar 2020 21:19 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Kári Kristján: Auðvitað er yndislegt að vera hluti af þessum hóp "Þetta var erfitt, mjög erfitt mest allan leikinn," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Malmö eftir leikinn gegn Svíum í kvöld. 22. janúar 2020 21:33
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45
Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter. 22. janúar 2020 20:59
Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02
Alexander: Mig langar ekki að hætta eftir tapleik Alexander Petersson skoraði þrjú mörk gegn Svíum í kvöld. Hann var augljóslega þreyttur þegar hann ræddi við blaðamann Vísis í kvöld enda mikið mætt á honum á mótinu. 22. janúar 2020 21:46
Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34
Topparnir í tölfræðinni á móti Svíþjóð: Létu ekki einu sinni reka sig útaf í 2 mínútur Íslenska karlalandsliðið í handbolta steinlá með sjö marka mun á móti Svíum í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta voru líka slökustu 60 mínútur íslenska liðsins á mótinu. 22. janúar 2020 21:19