Subaru hefur nýlega kynnt fyrsta Hybrid bíl sinn en hefur skýrt frá metnaðarfullum áætlunum sínum fyrir næstu tvo áratugi.
Seint á nýbyrjuðum áratug áætlar Subaru að hafa til sölu „öflugan hybrid“ bíl sem notar tækni þróaða af Toyota. Subaru hefur sett sér það markmið að 40 prósent af seldum bílum framleiðandans verði raf- eða hybrid við lok yfirstandandi áratugar.
Samkvæmt áætlunum Subaru ætlar Subaru einungis að framleiða rafbíla frá og með miðjum næsta áratug.
„Þótt við notum tækni frá Toyota viljum við framleiða hybrid og rafbíla sem halda einkenum Subaru,“ sagði tæknistjóri Subaru, Tetsuo Onuki í samtali við Reuters.
„Þetta snýst ekki eingöngu um að draga úr losun koltvísýrings. Við þurfum að auka öryggi bíla okkar og bæta fjórhjóladrifið okkar,“ bætti Onuki við.