Dusta rykið af viðbragðsáætlunum og stilla saman strengi vegna Wuhan-veirunnar Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. janúar 2020 11:32 Minnst níu eru látnir og nokkur hundruð hafa sýkst í Kína og öðrum ríkjum. EPA Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira