Snjóflóð féll á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og hefur veginum verið lokað. Unnið er að hreinsun en ekki liggur fyrir hvenær henni líkur. Væg vetrarfærð er í flestum landshlutum og er víða orðið greiðfært en hált. Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum köflum.
Á Vesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Varað er við flughálku á Bröttubrekku. Svipaða sögu er að segja af Vestfjörðum en þar er flughált á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, í Kollafirði, á Innstrandaveig og Ketildalavegi.
Sjá einnig: Rok, rigning, él og gular viðvaranir
Hálku og hálkubletti má finna víðast hvar á Norðurlandi og er flughált í Dalsmynni. Varað er við miklum tjörublæðingum frá Húsavík inn að Krossi og austur yfir Fljótsheiði. Þá er flughált á Vopnafjarðarleið.
Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi og flughált í Skriðdal.