Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 21. janúar 2020 20:16 Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi. Hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. Nýlega var greint frá niðurstöðu vísindamanna frá Cardiff í virtu vísindatímariti um að þeir hefðu fundið nýja tegund T-frumna til að ráðast á krabbamein. Þeir telja þessa tegund geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfrumna án þess að ráðast á þær heilbrigðu. Aðferðin hefur aðeins verið reynd á músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir rannsóknina á algjöru byrjunarstigi. „Hversu mörgum árum get ég ekki sagt, og það er ekkert víst að þessi tiltekna aðferð eigi eftir að nýtast til meðhöndlunar á þessum algengustu krabbameinum,“ segir Gunnar. Hann hafi sjálfur unnið við sambærilegar rannsóknir fyrir tíu árum, sem hafi nýst til meðferðar gegn sjúkdómnum. Þó að langt sé í lækningu segir Gunnar að stórstígar framfarir hafi átt sér stað í krabbameinslækningum undanfarin ár, en meirihluti krabbameinsgreindra lifir lengur en 5 ár Um einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á að fá krabbamein einhvern tímann á ævinni, en hins vegar eru lífslíkur um helmingi betri en þær voru á sjötta áratugnum. „Í sjálfu sér er ekki aðalatriðið að finna lækningu við krabbameini, heldur að koma krabbameini á það stig að það verði langvinnur sjúkdómur frekar en bráðdrepandi og við erum að færast nær því markmiði. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi. Hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. Nýlega var greint frá niðurstöðu vísindamanna frá Cardiff í virtu vísindatímariti um að þeir hefðu fundið nýja tegund T-frumna til að ráðast á krabbamein. Þeir telja þessa tegund geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfrumna án þess að ráðast á þær heilbrigðu. Aðferðin hefur aðeins verið reynd á músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir rannsóknina á algjöru byrjunarstigi. „Hversu mörgum árum get ég ekki sagt, og það er ekkert víst að þessi tiltekna aðferð eigi eftir að nýtast til meðhöndlunar á þessum algengustu krabbameinum,“ segir Gunnar. Hann hafi sjálfur unnið við sambærilegar rannsóknir fyrir tíu árum, sem hafi nýst til meðferðar gegn sjúkdómnum. Þó að langt sé í lækningu segir Gunnar að stórstígar framfarir hafi átt sér stað í krabbameinslækningum undanfarin ár, en meirihluti krabbameinsgreindra lifir lengur en 5 ár Um einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á að fá krabbamein einhvern tímann á ævinni, en hins vegar eru lífslíkur um helmingi betri en þær voru á sjötta áratugnum. „Í sjálfu sér er ekki aðalatriðið að finna lækningu við krabbameini, heldur að koma krabbameini á það stig að það verði langvinnur sjúkdómur frekar en bráðdrepandi og við erum að færast nær því markmiði.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51