Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 20:00 Norðmenn fagna í leikslok. Ófögur sjón. vísir/epa „Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. Íslenska liðið mætti nefnilega ekki til leiks og áður en þú gast sagt Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr var staðan orðin 7-0 fyrir Norðmenn. Matröð í Malmö. Þessi byrjun var liðinu svo sannarlega til skammarEnginn andi og engin orka Það var langt frá því sami andi í liðinu og fyrir síðasta leik. Líka í upphitun. Menn inn í sér og ekki til í að öskra hvorn annan áfram. Niðurstaðan er að menn komu til leiks eins og kettlingar og frábært lið Norðmanna keyrði okkar lið í kaf. Óþolandi hvað Norðmenn eru orðnir góðir í handbolta. Þetta var orkulaust, andlaust, enginn sýndi frumkvæði og vörnin hriplek. Það var ömurlegt að sjá bestu handboltamenn þjóðarinnar lamda af Norðmönnum án mótstöðu. Það var því miður eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu. Í það minnsta mættu þeir ekki tilbúnir. Guðmundur gerði hvað hann gat, hrærði upp í liðinu en munurinn var þessi sjö mörk í hálfleik, 19-12. Sander Sagosen er óþolandi góður í handbolta.vísir/epa Breiddin sannaði sig Þjálfarinn ákvað að halda tryggð við bekkinn í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson byrjuðu allir á bekknum í seinni hálfleik. Skiljanlega. Þeir voru allir að valda vonbrigðum. Með allt að vinna og engu að tapa steig varamannabekkurinn og framtíðarmenn landsliðsins upp. Þeir höfðu tröllatrú á sér, voru fullir af orku og alls óhræddir. Það var gefandi að horfa á þá spila. Þeir velgdu Norðmönnum undir uggum og hleyptu smá spennu í þetta. Seigla Sagosen í bland við mikla virðingu dómara fyrir norska liðinu (og einstaka óþolandi leikaraskap Norðmanna) gerði það aftur á móti að verkum að ekki var hægt að stíga skrefið til fulls í endurkomunni. Strákarnir gáfu þó allt í þetta.Ekkert uppgjör hjá Aroni og Sagosen Þeir sem áttu von á einhvers konar uppgjöri á milli Arons Pálmarssonar og Sander Sagosen fengu ekki fyrir peninginn. Aron var aftur kominn inn í skelina eftir að hafa verið lofandi í síðasta leik. Hann lauk keppni með eitt mark og enga stoðsendinga og sat meirihluta leiksins á bekknum. Gríðarleg vonbrigði þessi frammistaða. Sagosen sýndi aftur á móti að hann er bestur í heimi í dag. Því miður. Hann skoraði níu mörk og var með sjö stoðsendingar. Óstöðvandi vél sem virðist ekki eiga slakan leik. Ólafur Andrés Guðmundsson hefur nýtt sénsana sína vel á þessu móti og gerði það aftur í kvöld með sex mörkum og sjö stoðsendingum. Frábær. Þess utan sterkur í vörninni. Mjög jákvætt mót hjá honum. Guðmundur treysti á kjúklingana en lykilmennirnir ollu vonbrigðum í kvöld.vísir/epa Framtíðin er björt Kjúklingurinn Haukur Þrastarson spilaði í rúmar 30 mínútur í kvöld. Ekki lítið verkefni fyrir 18 ára strák að axla ábyrgð í vonlausri stöðu gegn einu besta landsliði heims. Sá sýndi enn og aftur ótrúlegan andlegan styrk og gæði. Skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og gaf tvær stoðsendingar. Í markinu var svo hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson og var æðislegur. Var með yfir 40 prósent markvörslu og auðvitað tók hann tvö víti. Annað hefði verið stílbrot. Framtíðin er björt og þessir strákar eru tilbúnir. Viggó Kristjánsson er æðislegur varamaður og þarf aldrei neinn tíma til að hitna. Æðir bara inn á fullu gasi og skorar mörk. Sá hefur nýtt tímann frábærlega á þessu móti. Elvar Örn Jónsson fær svo lokahrós dagsins. Enn og aftur með flestar stöðvanir í vörninni og hættir aldrei. Sóknarleikurinn hefur aldrei komist í gang hjá honum en hann hefur ekki látið að það trufla sig í að spila alvöru vörn. Alvöru maður. Það er einn leikur eftir af þessu móti hjá strákunum og ég efast ekki um að þeir ætli sér út á jákvæðan hátt. Það verður allt skilið eftir á gólfinu annað kvöld. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. 21. janúar 2020 19:03 Haukur: Ekkert stress í mér Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag. 21. janúar 2020 19:07 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Topparnir í tölfræðinni á móti Noreg: Ólafur Guðmundsson kom að þrettán mörkum og Viktor varði vel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapað með þremur mörkum á móti Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 21. janúar 2020 19:13 Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur Valsmaðurinn var afar ósáttur við varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi. 21. janúar 2020 18:57 Viggó: Leiðinlegt að tapa Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti. 21. janúar 2020 18:59 Elvar Örn: Hef engar skýringar Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn. 21. janúar 2020 19:01 Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig Markvörðurinn ungi var valinn maður leiksins gegn Noregi. 21. janúar 2020 19:20 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
„Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. Íslenska liðið mætti nefnilega ekki til leiks og áður en þú gast sagt Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr var staðan orðin 7-0 fyrir Norðmenn. Matröð í Malmö. Þessi byrjun var liðinu svo sannarlega til skammarEnginn andi og engin orka Það var langt frá því sami andi í liðinu og fyrir síðasta leik. Líka í upphitun. Menn inn í sér og ekki til í að öskra hvorn annan áfram. Niðurstaðan er að menn komu til leiks eins og kettlingar og frábært lið Norðmanna keyrði okkar lið í kaf. Óþolandi hvað Norðmenn eru orðnir góðir í handbolta. Þetta var orkulaust, andlaust, enginn sýndi frumkvæði og vörnin hriplek. Það var ömurlegt að sjá bestu handboltamenn þjóðarinnar lamda af Norðmönnum án mótstöðu. Það var því miður eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu. Í það minnsta mættu þeir ekki tilbúnir. Guðmundur gerði hvað hann gat, hrærði upp í liðinu en munurinn var þessi sjö mörk í hálfleik, 19-12. Sander Sagosen er óþolandi góður í handbolta.vísir/epa Breiddin sannaði sig Þjálfarinn ákvað að halda tryggð við bekkinn í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Alexander Petersson byrjuðu allir á bekknum í seinni hálfleik. Skiljanlega. Þeir voru allir að valda vonbrigðum. Með allt að vinna og engu að tapa steig varamannabekkurinn og framtíðarmenn landsliðsins upp. Þeir höfðu tröllatrú á sér, voru fullir af orku og alls óhræddir. Það var gefandi að horfa á þá spila. Þeir velgdu Norðmönnum undir uggum og hleyptu smá spennu í þetta. Seigla Sagosen í bland við mikla virðingu dómara fyrir norska liðinu (og einstaka óþolandi leikaraskap Norðmanna) gerði það aftur á móti að verkum að ekki var hægt að stíga skrefið til fulls í endurkomunni. Strákarnir gáfu þó allt í þetta.Ekkert uppgjör hjá Aroni og Sagosen Þeir sem áttu von á einhvers konar uppgjöri á milli Arons Pálmarssonar og Sander Sagosen fengu ekki fyrir peninginn. Aron var aftur kominn inn í skelina eftir að hafa verið lofandi í síðasta leik. Hann lauk keppni með eitt mark og enga stoðsendinga og sat meirihluta leiksins á bekknum. Gríðarleg vonbrigði þessi frammistaða. Sagosen sýndi aftur á móti að hann er bestur í heimi í dag. Því miður. Hann skoraði níu mörk og var með sjö stoðsendingar. Óstöðvandi vél sem virðist ekki eiga slakan leik. Ólafur Andrés Guðmundsson hefur nýtt sénsana sína vel á þessu móti og gerði það aftur í kvöld með sex mörkum og sjö stoðsendingum. Frábær. Þess utan sterkur í vörninni. Mjög jákvætt mót hjá honum. Guðmundur treysti á kjúklingana en lykilmennirnir ollu vonbrigðum í kvöld.vísir/epa Framtíðin er björt Kjúklingurinn Haukur Þrastarson spilaði í rúmar 30 mínútur í kvöld. Ekki lítið verkefni fyrir 18 ára strák að axla ábyrgð í vonlausri stöðu gegn einu besta landsliði heims. Sá sýndi enn og aftur ótrúlegan andlegan styrk og gæði. Skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og gaf tvær stoðsendingar. Í markinu var svo hinn 19 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson og var æðislegur. Var með yfir 40 prósent markvörslu og auðvitað tók hann tvö víti. Annað hefði verið stílbrot. Framtíðin er björt og þessir strákar eru tilbúnir. Viggó Kristjánsson er æðislegur varamaður og þarf aldrei neinn tíma til að hitna. Æðir bara inn á fullu gasi og skorar mörk. Sá hefur nýtt tímann frábærlega á þessu móti. Elvar Örn Jónsson fær svo lokahrós dagsins. Enn og aftur með flestar stöðvanir í vörninni og hættir aldrei. Sóknarleikurinn hefur aldrei komist í gang hjá honum en hann hefur ekki látið að það trufla sig í að spila alvöru vörn. Alvöru maður. Það er einn leikur eftir af þessu móti hjá strákunum og ég efast ekki um að þeir ætli sér út á jákvæðan hátt. Það verður allt skilið eftir á gólfinu annað kvöld.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. 21. janúar 2020 19:03 Haukur: Ekkert stress í mér Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag. 21. janúar 2020 19:07 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Topparnir í tölfræðinni á móti Noreg: Ólafur Guðmundsson kom að þrettán mörkum og Viktor varði vel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapað með þremur mörkum á móti Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 21. janúar 2020 19:13 Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur Valsmaðurinn var afar ósáttur við varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi. 21. janúar 2020 18:57 Viggó: Leiðinlegt að tapa Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti. 21. janúar 2020 18:59 Elvar Örn: Hef engar skýringar Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn. 21. janúar 2020 19:01 Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig Markvörðurinn ungi var valinn maður leiksins gegn Noregi. 21. janúar 2020 19:20 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. 21. janúar 2020 19:03
Haukur: Ekkert stress í mér Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag. 21. janúar 2020 19:07
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46
Topparnir í tölfræðinni á móti Noreg: Ólafur Guðmundsson kom að þrettán mörkum og Viktor varði vel Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapað með þremur mörkum á móti Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 21. janúar 2020 19:13
Ýmir: Þeir sundurspiluðu okkur Valsmaðurinn var afar ósáttur við varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi. 21. janúar 2020 18:57
Viggó: Leiðinlegt að tapa Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti. 21. janúar 2020 18:59
Elvar Örn: Hef engar skýringar Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn. 21. janúar 2020 19:01
Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig Markvörðurinn ungi var valinn maður leiksins gegn Noregi. 21. janúar 2020 19:20