Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2020 19:03 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46