Maðurinn sem varð fyrir bótúlismaeitrun liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 18:27 Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44
„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31