Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2020 08:00 Ísland hefur ekki unnið marga leiki gegn Svíþjóð á stórmótunum en sigrarnir eru þeim mun eftirminnilegri. Ísland mætir Svíþjóð í fjórða og síðasta leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland og Svíþjóð eru bæði með tvö stig í milliriðlinum og eiga ekki möguleika á að komast í undanúrslit eða leika um 5. sætið. Í tilefni af leiknum gegn Svíþjóð í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Svía á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 12-10 Svíþjóð, HM 1964Ingólfur Óskarsson, hetjan í leiknum gegn Svíum á HM 1964.skjáskot af timarit.isÍslendingar unnu sinn stærsta sigur á handboltavellinum þegar þeir sigruðu Svía, 12-10, á HM 1964 í Tékkóslóvakíu. Svíar, sem urðu heimsmeistarar 1954 og 1958, áttu í miklum erfiðleikum með Íslendinga sem voru allan tímann með frumkvæðið. Hjalti Einarsson átti stórleik í íslenska markinu og vörnin var sterk. Í sókninni bar mest á Ingólfi Óskarssyni sem nýtti sér hversu stíft Svíar dekkuðu Gunnlaug Hjálmarsson og Ragnar Jónsson og skoraði fimm mörk. Ingólfur lék ekki með íslenska liðinu í fyrsta leik þess á HM, 16-8 sigri á Egyptalandi, en gerði gæfumuninn gegn Svíþjóð. Þrátt fyrir nokkrar brottvísanir hélt íslenska liðið velli og vann frækinn sigur, 12-10. Í næsta leik steinlá Ísland fyrir Ungverjalandi, 12-21, og féll úr leik á HM. Sigurinn á Svíþjóð gleymist þó seint.Mörk Íslands: Ingólfur Óskarsson 5, Gunnlaugur Hjálmarsson 3/2, Hörður Kristinsson 3, Örn Hallsteinsson 1.Ísland 22-33 Svíþjóð, EM 2002Magnus Wislander, einn af holdgervingum Svíagrýlunnar, skorar gegn Íslandi á EM 2002.vísir/epaSvíagrýlan lifði góðu lífi á þeim tíma þegar Íslendingar mættu Svíum í undanúrslitum á EM 2002 í Svíþjóð. Vonir stóðu til að hún yrði kveðin í kútinn enda hafði Ísland leikið frábærlega á EM og var ósigrað í fyrstu sex leikjum sínum á mótinu. En þrátt fyrir að vera að nálgast fertugt áttu Wislander og Faxi nóg eftir og Svíar reyndust of sterkir fyrir Íslendinga. Svíar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14, en keyrðu yfir Íslendinga í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 10-19, og leikinn með ellefu marka mun, 22-33. Tomas Svensson, núverandi markvarðaþjálfari Íslands, varði sjö skot í sænska markinu í fyrri hálfleik. Peter Gentzel toppaði það með því að verja 14 skot, þar af þrjú vítaköst, í seinni hálfleiknum. Ísland tapaði svo með sjö marka mun fyrir Danmörku, 22-29, í bronsleiknum. Fjórða sætið var niðurstaðan sem var þá besti árangur Íslands á EM.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/1, Sigfús Sigurðsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Patrekur Jóhannesson 1, Aron Kristjánsson 1, Gunnar Berg Viktorsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Gústaf Bjarnason 1.Ísland 33-32 Svíþjóð, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í kröppum dansi gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2012.vísir/gettyÍslendingar bundu enda á 48 ára bið eftir sigri á Svíum á stórmóti í riðlakeppni Ólympíuleikanna í London 2012. Fyrir leikinn hafði Ísland tapað níu leikjum í röð gegn Svíþjóð á stórmótum. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum en það sænska var aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 17-13, Íslandi í vil. Þegar mínúta var eftir gátu Svíar minnkað muninn í eitt mark. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson til sinna ráða. Hann fiskaði ruðning á Dalibor Doder og skoraði svo og jók muninn í tvö mörk. Svíþjóð skoraði síðasta mark leiksins en Ísland vann, 33-32. Aron Pálmarsson átti stórleik og skoraði níu mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna og svo kjörinn Íþróttamaður ársins 2012. Ísland vann alla leiki sína í A-riðli en féll úr leik fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 7, Alexander Petersson 5, Ólafur Stefánsson 5/2, Arnór Atlason 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 26-24 Svíþjóð, EM 2018Ólafur Guðmundsson lék sinn besta landsleik gegn Svíþjóð á EM 2018.vísir/epaFrammistaða Íslands í fyrri hálfleik gegn Svíþjóð í fyrsta leik sínum á EM 2018 var mögnuð. Íslendingar léku frábæra vörn og fyrir aftan hana varði Björgvin Páll Gústavsson ellefu skot. Ísland náði mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik, 14-5, og strákarnir hans Kristjáns Andréssonar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Staðan í hálfleik munaði sjö mörkum á liðunum, 15-8. Íslendingar voru áfram með undirtökin framan af seinni hálfleik og komust mest tíu mörkum yfir, 22-12. Þá skoruðu Svíar sjö mörk í röð og þjörmuðu hressilega að Íslendingum. Okkar menn héldu þó út og unnu sanngjarnan sigur, 26-24. Ólafur Guðmundsson lék sinn besta landsleik og skoraði sjö mörk og var öflugur í vörninni. Því miður þróaðist EM 2018 alveg eins og EM 2016 hjá Íslandi. Liðið tapaði næstu tveimur leikjum sínum, komst ekki í milliriðla og endaði í 13. sæti. Svíar komust hins vegar alla leið í úrslit og fengu silfur.Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 5/1, Arnór Þór Gunnarsson 5/3, Rúnar Kárason 5, Aron Pálmarsson 3, Janus Daði Smárason 1. EM 2020 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland mætir Svíþjóð í fjórða og síðasta leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland og Svíþjóð eru bæði með tvö stig í milliriðlinum og eiga ekki möguleika á að komast í undanúrslit eða leika um 5. sætið. Í tilefni af leiknum gegn Svíþjóð í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Svía á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 12-10 Svíþjóð, HM 1964Ingólfur Óskarsson, hetjan í leiknum gegn Svíum á HM 1964.skjáskot af timarit.isÍslendingar unnu sinn stærsta sigur á handboltavellinum þegar þeir sigruðu Svía, 12-10, á HM 1964 í Tékkóslóvakíu. Svíar, sem urðu heimsmeistarar 1954 og 1958, áttu í miklum erfiðleikum með Íslendinga sem voru allan tímann með frumkvæðið. Hjalti Einarsson átti stórleik í íslenska markinu og vörnin var sterk. Í sókninni bar mest á Ingólfi Óskarssyni sem nýtti sér hversu stíft Svíar dekkuðu Gunnlaug Hjálmarsson og Ragnar Jónsson og skoraði fimm mörk. Ingólfur lék ekki með íslenska liðinu í fyrsta leik þess á HM, 16-8 sigri á Egyptalandi, en gerði gæfumuninn gegn Svíþjóð. Þrátt fyrir nokkrar brottvísanir hélt íslenska liðið velli og vann frækinn sigur, 12-10. Í næsta leik steinlá Ísland fyrir Ungverjalandi, 12-21, og féll úr leik á HM. Sigurinn á Svíþjóð gleymist þó seint.Mörk Íslands: Ingólfur Óskarsson 5, Gunnlaugur Hjálmarsson 3/2, Hörður Kristinsson 3, Örn Hallsteinsson 1.Ísland 22-33 Svíþjóð, EM 2002Magnus Wislander, einn af holdgervingum Svíagrýlunnar, skorar gegn Íslandi á EM 2002.vísir/epaSvíagrýlan lifði góðu lífi á þeim tíma þegar Íslendingar mættu Svíum í undanúrslitum á EM 2002 í Svíþjóð. Vonir stóðu til að hún yrði kveðin í kútinn enda hafði Ísland leikið frábærlega á EM og var ósigrað í fyrstu sex leikjum sínum á mótinu. En þrátt fyrir að vera að nálgast fertugt áttu Wislander og Faxi nóg eftir og Svíar reyndust of sterkir fyrir Íslendinga. Svíar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14, en keyrðu yfir Íslendinga í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 10-19, og leikinn með ellefu marka mun, 22-33. Tomas Svensson, núverandi markvarðaþjálfari Íslands, varði sjö skot í sænska markinu í fyrri hálfleik. Peter Gentzel toppaði það með því að verja 14 skot, þar af þrjú vítaköst, í seinni hálfleiknum. Ísland tapaði svo með sjö marka mun fyrir Danmörku, 22-29, í bronsleiknum. Fjórða sætið var niðurstaðan sem var þá besti árangur Íslands á EM.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/1, Sigfús Sigurðsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Patrekur Jóhannesson 1, Aron Kristjánsson 1, Gunnar Berg Viktorsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Gústaf Bjarnason 1.Ísland 33-32 Svíþjóð, ÓL 2012Róbert Gunnarsson í kröppum dansi gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2012.vísir/gettyÍslendingar bundu enda á 48 ára bið eftir sigri á Svíum á stórmóti í riðlakeppni Ólympíuleikanna í London 2012. Fyrir leikinn hafði Ísland tapað níu leikjum í röð gegn Svíþjóð á stórmótum. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum en það sænska var aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 17-13, Íslandi í vil. Þegar mínúta var eftir gátu Svíar minnkað muninn í eitt mark. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson til sinna ráða. Hann fiskaði ruðning á Dalibor Doder og skoraði svo og jók muninn í tvö mörk. Svíþjóð skoraði síðasta mark leiksins en Ísland vann, 33-32. Aron Pálmarsson átti stórleik og skoraði níu mörk. Hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna og svo kjörinn Íþróttamaður ársins 2012. Ísland vann alla leiki sína í A-riðli en féll úr leik fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 7, Alexander Petersson 5, Ólafur Stefánsson 5/2, Arnór Atlason 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 26-24 Svíþjóð, EM 2018Ólafur Guðmundsson lék sinn besta landsleik gegn Svíþjóð á EM 2018.vísir/epaFrammistaða Íslands í fyrri hálfleik gegn Svíþjóð í fyrsta leik sínum á EM 2018 var mögnuð. Íslendingar léku frábæra vörn og fyrir aftan hana varði Björgvin Páll Gústavsson ellefu skot. Ísland náði mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik, 14-5, og strákarnir hans Kristjáns Andréssonar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Staðan í hálfleik munaði sjö mörkum á liðunum, 15-8. Íslendingar voru áfram með undirtökin framan af seinni hálfleik og komust mest tíu mörkum yfir, 22-12. Þá skoruðu Svíar sjö mörk í röð og þjörmuðu hressilega að Íslendingum. Okkar menn héldu þó út og unnu sanngjarnan sigur, 26-24. Ólafur Guðmundsson lék sinn besta landsleik og skoraði sjö mörk og var öflugur í vörninni. Því miður þróaðist EM 2018 alveg eins og EM 2016 hjá Íslandi. Liðið tapaði næstu tveimur leikjum sínum, komst ekki í milliriðla og endaði í 13. sæti. Svíar komust hins vegar alla leið í úrslit og fengu silfur.Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson 7, Guðjón Valur Sigurðsson 5/1, Arnór Þór Gunnarsson 5/3, Rúnar Kárason 5, Aron Pálmarsson 3, Janus Daði Smárason 1.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira