Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna.
Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar.
Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram.
Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld.
Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum.
Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum.
Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar.