Radiohead opnar fjársjóðskistuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 12:30 Gríðarlegt magn efnis má nú finna á vef Radiohead. Mynd/Radiohead Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér. Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér.
Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30