Radiohead opnar fjársjóðskistuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 12:30 Gríðarlegt magn efnis má nú finna á vef Radiohead. Mynd/Radiohead Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér. Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér.
Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30