Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson færir sig um set frá GOG til Team Tvis Holstebro eftir tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu Holstebro.
Óðni er ætlað að fylla skarð Christians Jensen sem sleit krossband í hné.
Óðinn skrifaði undir eins árs samning við Holstebro sem tekur gildi 1. júlí.
Hann gekk í raðir GOG 2018 og á síðasta tímabil fór hann með liðinu í úrslit um danska meistaratitilinn. GOG laut þar í lægra haldi fyrir Aalborg.
Óðinn, sem er 22 ára, lék með HK, Fram og FH hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku.
Óðinn færir sig um set í Danmörku
