Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að vel sé fylgst með þróun hins dularfulla kórónavírusar sem greindist í Kína. Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira