Björgvin Páll: Síðasta ár gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 12:30 Björgvin Páll einlægur í viðtali við íþróttadeild. vísir/andri marinó Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00