Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 08:30 Guðmundur í viðtali í gær. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00
Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55