Enginn markvörður er með betri hlutfallsmarkvörslu þegar kemur að vítaköstum á EM 2020 en Viktor Gísli Hallgrímsson.
Þessi bráðefnilegi markvörður hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á EM, eða fimm af tíu vítum.
Aðeins Roland Mikler, markvörður Ungverjalands, hefur varið fleiri víti á EM, eða sex talsins. Hann varði öll þrjú vítin sem hann fékk á sig gegn Íslandi. Mikler er með 46% hlutfallsmarkvörslu í vítum.
Viachaslau Saldatsenka, markvörður Hvíta-Rússlands, hefur varið fimm af þeim ellefu vítum sem hann hefur fengið á sig á mótinu.
Viktor, sem er aðeins 19 ára og er á sínu fyrsta stórmóti, varði þrjú víti gegn Slóveníu og eitt gegn Rússlandi og Ungverjalandi. Þá skaut Ungverjinn Zsolt Balogh framhjá í einu víti þar sem Viktor stóð í markinu.
Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki enn náð að verja víti á EM en hann er venjulega nokkuð glúrinn á því sviði.
Viktor Gísli Hallgrímsson, Ísland - 50%
Roland Mikler, Ungverjaland - 46%
Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússland - 45%
Gerrie Eijers, Holland - 40%
Edgars Kuksa, Lettland - 40%
Ivan Matskevich, Hvíta-Rússland - 40%
Borko Ristovski, Norður-Makedónía - 40%
Roland Mikler, Ungverjaland - 6
Viktor Gísli Hallgrímsson, Ísland - 5
Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússland - 5
Gonzalo Perez De Vargas, Spánn - 4