Handbolti

Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun.

„Við erum að fara ein af þremur bestu landsliðum heims,“ sagði Guðmundur um norska liðið sem komst í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti og hefur unnið alla fimm leiki sína á mótinu.

„Til að vinna Norðmenn þá þurfum við að eiga toppleik. Við erum samt staðráðnir að koma að mikilli grimmd í þennan leik,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur var mjög sáttur með síðasta leik íslenska liðsins. Smá hikst kom á varnarleikinn strax eftir að Portúgalir fóru í sjö á sex en leystu það betur eftir því sem á leið og þeir fóru úr því.

Hann var líka ánægður með sóknina. Spiluðu fá kerfi en spiluðu þau vel. Þetta var mjög erfiður leikur, allt hefði getað gerst en ánægður með hvernig íslenska liðið kláraði leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×