Japanar stofna einnig geimher Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2020 10:30 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. EPA/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður. Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður.
Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira