Wuhan-veiran dreifist hratt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 07:09 Ökumaður vespu í Wuhan með grímu fyrir vitunum. Talið er að veira eigin upptök sín í borginni. Getty/Stringer Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28