Kjör, völd og (van)virðing Drífa Snædal skrifar 31. janúar 2020 13:00 Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar