Kjör, völd og (van)virðing Drífa Snædal skrifar 31. janúar 2020 13:00 Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun