Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 31-28 | Montrétturinn er FH-inga Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 22:15 FH-ingar fagna sigrinum. vísir/daníel Hafnarfjarðarslagur var í Olís deild karla í kvöld þegar að Haukar sóttu FH heim. Fór það svo að heimamenn unnu þriggja marka sigur, 31-28.Leikurinn Fyrir leikinn voru Haukar í 1. sæti deildarinnar með 25. stig en FH situr í 6. sæti með 18. Með sigrinum fara FH-ingar upp í 5. sæti en Haukar halda toppsætinu. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Markmenn beggja liða spiluðu stærsta hlutverkið á vellinum fyrstu fimm mínúturnar. Þá rönkuðu FH-ingar við sér og náðu forustunni í þrjú mörk og héldu þeirri forystu. Þegar tók að nálgast hálfleik fóru Haukar að gefa í og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Í byrjun seinni hálfleiks lokaði Phil Döhler markinu og fundu Haukamenn engin svör við gríðarlega sterkri vörn FH-inga. FH náði aftur að komast þremur mörkum yfir og héldu þeirri forystu nánast allan leikinn. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum rönkuðu Haukar aftur við sér og reyndu að saxa á forskotið en það var alltof seint og unnu FH-ingar með þriggja marka mun. Lokatölur 31-28.Afhverju vann FH? FH var með yfirhöndina í leiknum. Þeir voru miklu þyrstari í sigur og börðust allan leikinn. Varnarleikurinn var gríðarlega sterkur og voru þeir góðir sóknarlega. Phil Döhler var góður í marki FH-inga og varði 20 skot og var með 43% markvörslu.Hvað gekk illa? Haukar áttu eftir með að finna svör við vörn FH. Það var hik á sóknarleiknum þeirra og þegar þeir fengu tækifærið til að minnka muninn fóru þeir illa að ráði sínu.Hverjir stóðu upp úr? Hjá sigurliðinu var það Einar Rafn Eiðsson sem var atkvæðamestur með sex mörk. Á eftir honum voru það Egill Magnússon, Jóhann Birgir Ingvarsson og Ásbjörn Friðriksson með fimm mörk hver. Phil Döhler var öflugur í markinu með 20 varða bolta. Hjá Haukum var Orri Freyr Þorkelsson atkvæðamestur með átta mörk. Tjörvi Þorgeirsson var með fimm mörk. Andri Sigmarsson Scheving var mættur í markið þegar FH fékk víti og tók hann tvö víti af þremur og var með 21% markvörslu. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sækir FH, Fjölnir heim sunnudaginn 9. febrúar kl 18.00. Haukar fá Val í heimsókn og er leikurinn einnig á sunnudaginn 9. febrúar kl 19.30 og verður sá leikur sýndur í beinni. Gunnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Daníel Gunnar Magnússon: Þetta svíður mikið „Við förum með þetta á fyrstu níu mínútunum í seinni hálfleik. Fyrir utan þær spiluðum við mjög vel en það er svakalegt að gera sér þetta og taka svona kafla þar sem við gefum þetta frá okkur,“ sagði pirraður Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, beint eftir þriggja marka tap Hauka gegn erkifjendum sínum í FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.„Í fyrri hálfleik skorum við 15 mörk og förum með fjölda dauðafæri en á þessum níu mínútna kafla tökum við slakar og rangar ákvarðanir, þeir ganga á lagið en munurinn er bara orðinn of stór.“„Við spiluðum vel í 51. mínútu en svona kafli er ekki boðlegur,“ sagði Gunnar um leikinn í heild sinni.Eru Haukar farnir að gefa eftir? Henry Birgir Gunnarsson spurði Gunnar að leik loknum hvort Haukar væru að gefa eftir. Þeir byrjuðu tímabilið af miklum krafti en hafa ekki alveg haldið dampi. „Nei FH er með hörku lið og deildin er mjög jöfn. Það eru allirað vinna alla en við höldum áfram og þurfum að læra af þessu. Ótrúlegt hvernig við dettum niður.“ „Þetta svíður mikið. Sérstaklega því mér finnst við fara helvíti illa með þetta. Fannst við gera þetta of auðvelt fyrir þá í upphafi síðari hálfleiks,“ sagði Gunnar að lokum. Sigursteinn Arndal: Þetta er ótrúlega sætt„Ég er hrikalega hress,“ sagði Sigursteinn kampakátur eftir leik.„Allstaðar, góð vörn á köflum og refsuðum þeim vel. Sérstaklega vel í byrjun seinni hálfleiks þar sem við keyrðum þá í kaf en ég er ósáttur með hvernig við hentum þessu frá okkur í kjölfarið,“ sagði Sigursteinn aðspurður hvar FH hefði unnið þennan leik.„Okkar eigin mistök sem sáu til þess að svo var ekki [að munurinn var ekki 4-5 mörk í hálfleik].“„Það sauð á mér og gerir enn en þetta er ótrúlega sætt,“ sagði Sigursteinn um ítrekaðar 2ja mínútna brottvísanir sem FH fékk eftir að komast sjö mörkum yfir.„Við vorum að spila liðinu okkar og allira ð leggja sitt af mörkum og leggja í púkkið. Ég er hrikalega ánægður hvernig menn voru á fullu allan tímann,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla
Hafnarfjarðarslagur var í Olís deild karla í kvöld þegar að Haukar sóttu FH heim. Fór það svo að heimamenn unnu þriggja marka sigur, 31-28.Leikurinn Fyrir leikinn voru Haukar í 1. sæti deildarinnar með 25. stig en FH situr í 6. sæti með 18. Með sigrinum fara FH-ingar upp í 5. sæti en Haukar halda toppsætinu. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Markmenn beggja liða spiluðu stærsta hlutverkið á vellinum fyrstu fimm mínúturnar. Þá rönkuðu FH-ingar við sér og náðu forustunni í þrjú mörk og héldu þeirri forystu. Þegar tók að nálgast hálfleik fóru Haukar að gefa í og minnkuðu muninn niður í eitt mark. Í byrjun seinni hálfleiks lokaði Phil Döhler markinu og fundu Haukamenn engin svör við gríðarlega sterkri vörn FH-inga. FH náði aftur að komast þremur mörkum yfir og héldu þeirri forystu nánast allan leikinn. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum rönkuðu Haukar aftur við sér og reyndu að saxa á forskotið en það var alltof seint og unnu FH-ingar með þriggja marka mun. Lokatölur 31-28.Afhverju vann FH? FH var með yfirhöndina í leiknum. Þeir voru miklu þyrstari í sigur og börðust allan leikinn. Varnarleikurinn var gríðarlega sterkur og voru þeir góðir sóknarlega. Phil Döhler var góður í marki FH-inga og varði 20 skot og var með 43% markvörslu.Hvað gekk illa? Haukar áttu eftir með að finna svör við vörn FH. Það var hik á sóknarleiknum þeirra og þegar þeir fengu tækifærið til að minnka muninn fóru þeir illa að ráði sínu.Hverjir stóðu upp úr? Hjá sigurliðinu var það Einar Rafn Eiðsson sem var atkvæðamestur með sex mörk. Á eftir honum voru það Egill Magnússon, Jóhann Birgir Ingvarsson og Ásbjörn Friðriksson með fimm mörk hver. Phil Döhler var öflugur í markinu með 20 varða bolta. Hjá Haukum var Orri Freyr Þorkelsson atkvæðamestur með átta mörk. Tjörvi Þorgeirsson var með fimm mörk. Andri Sigmarsson Scheving var mættur í markið þegar FH fékk víti og tók hann tvö víti af þremur og var með 21% markvörslu. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sækir FH, Fjölnir heim sunnudaginn 9. febrúar kl 18.00. Haukar fá Val í heimsókn og er leikurinn einnig á sunnudaginn 9. febrúar kl 19.30 og verður sá leikur sýndur í beinni. Gunnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Daníel Gunnar Magnússon: Þetta svíður mikið „Við förum með þetta á fyrstu níu mínútunum í seinni hálfleik. Fyrir utan þær spiluðum við mjög vel en það er svakalegt að gera sér þetta og taka svona kafla þar sem við gefum þetta frá okkur,“ sagði pirraður Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, beint eftir þriggja marka tap Hauka gegn erkifjendum sínum í FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.„Í fyrri hálfleik skorum við 15 mörk og förum með fjölda dauðafæri en á þessum níu mínútna kafla tökum við slakar og rangar ákvarðanir, þeir ganga á lagið en munurinn er bara orðinn of stór.“„Við spiluðum vel í 51. mínútu en svona kafli er ekki boðlegur,“ sagði Gunnar um leikinn í heild sinni.Eru Haukar farnir að gefa eftir? Henry Birgir Gunnarsson spurði Gunnar að leik loknum hvort Haukar væru að gefa eftir. Þeir byrjuðu tímabilið af miklum krafti en hafa ekki alveg haldið dampi. „Nei FH er með hörku lið og deildin er mjög jöfn. Það eru allirað vinna alla en við höldum áfram og þurfum að læra af þessu. Ótrúlegt hvernig við dettum niður.“ „Þetta svíður mikið. Sérstaklega því mér finnst við fara helvíti illa með þetta. Fannst við gera þetta of auðvelt fyrir þá í upphafi síðari hálfleiks,“ sagði Gunnar að lokum. Sigursteinn Arndal: Þetta er ótrúlega sætt„Ég er hrikalega hress,“ sagði Sigursteinn kampakátur eftir leik.„Allstaðar, góð vörn á köflum og refsuðum þeim vel. Sérstaklega vel í byrjun seinni hálfleiks þar sem við keyrðum þá í kaf en ég er ósáttur með hvernig við hentum þessu frá okkur í kjölfarið,“ sagði Sigursteinn aðspurður hvar FH hefði unnið þennan leik.„Okkar eigin mistök sem sáu til þess að svo var ekki [að munurinn var ekki 4-5 mörk í hálfleik].“„Það sauð á mér og gerir enn en þetta er ótrúlega sætt,“ sagði Sigursteinn um ítrekaðar 2ja mínútna brottvísanir sem FH fékk eftir að komast sjö mörkum yfir.„Við vorum að spila liðinu okkar og allira ð leggja sitt af mörkum og leggja í púkkið. Ég er hrikalega ánægður hvernig menn voru á fullu allan tímann,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti