Framkvæmdastjóri á rangri hillu? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Verkföll 2020 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun