Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 09:53 Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu. Skjáskot/YouTube Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent