Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið þegar Kristianstad vann Örebro á útivelli í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð.
Jutta Rantala kom Kristianstad yfir á 20. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Örebro leikinn. Svava Rós skoraði síðan sigurmark leiksins í seinni hálfleik á 49. mínútu.
Kristianstad fer upp í 3. sæti með sigrinum og er liðið nú með 21 stig eftir ellefu leiki. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Anna Rakel Pétursdóttir spilaði fyrri hálfleik í 3-1 tapi Uppsala gegn Linköping og er Uppsala einu stigi ofar en fallsæti í tíunda sætinu.