Lewis Hamilton sýndi og sannaði yfirburði sína í Formúlu 1 í dag en hann landaði sínum fjórða sigri á tímabilinu en aðeins hefur verið keppt sex sinnum til þessa.
Hamilton – sem keyrir fyrir Merecedes – var leiddi frá upphafi til enda og kom á endanum í mark töluvert á undan Max Verstappen hjá Red Bull sem var í öðru sæti. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes var svo í þriðja sæti.
Hamilton er nú með 37 stiga forskot á Verstappen í stigakeppni ökumanna. Þá var þetta 88. sigur Hamilton í Formúlu 1 á ferlinum en hann nálgast met þýsku goðsagnarinnar Michael Schumacher óðfluga.
Hamilton breaks an all-time record
— Formula 1 (@F1) August 16, 2020
Raikkonen breaks an all-time record
Plus more key stats and facts from race day in Spain #SpanishGP #F1 https://t.co/uolfFd7lEz
Schumacher vann á sínum tíma 91. kappakstur í Formúlu 1. Þá setti Hamilton met en hann var að komast í 156. skipti á verðlaunapall, met sem Schumacher átti áður.