Hyundai Kona N við prófanir á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Hyundai Kona N á Nürburgring Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent
Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent